Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fös 24. mars 2023 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Shevchenko um Mudryk: Sjáum til eftir átta ár
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Andriy Shevchenko, fyrrum leikmaður Chelsea og úkraínska landsliðsins, hefur miklar mætur á Mykhailo Mudryk, 22 ára kantmanni Chelsea.


Mudryk hefur aðeins gefið eina stoðsendingu í sex leikjum frá komu sinni til Chelsea en Shevchenko segir nauðsynlegt að sýna þolinmæði á meðan hann aðlagast.

„Chelsea er búið að kaupa gríðarlega hæfileikaríkann fótboltamann en verður að sýna þolinmæði. Hann tók rétt skref með að fara til Chelsea, það er flott verkefni í gangi þar. Hann er í góðum höndum," segir Shevchenko, sem þjálfaði úkraínska landsliðið frá 2016 til 2021.

Chelsea borgaði 89 milljónir punda fyrir Mudryk í janúarglugganum og skrifaði ungstirnið undir átta og hálfs árs samning, sem gildir út júní 2031. Hann er í landsliðshópi Úkraínu fyrir erfiðan útileik gegn Englandi í undankeppni EM 2024 á sunnudaginn.

„Það er ekki rétt að dæma hann strax, við getum séð hvernig hann verður búinn að standa sig eftir átta ár. Sjáum til hvað hann býður upp á til langs tíma. Félagið verður að sýna honum þolinmæði og hafa trú á hæfileikunum hans."

Chelsea borgaði metfé til að kaupa Shevchenko af AC Milan á sínum tíma. Chelsea greiddi 30 milljónir punda árið 2006 en Sheva, sem var á þeim tíma 29 ára gamall, lenti í meiðslavandræðum og fann aldrei taktinn í enska boltanum.

„Ég vildi óska þess að ég hefði gengið í raðir Chelsea á sama aldri og Mudryk."


Athugasemdir
banner
banner
banner