Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   lau 20. apríl 2024 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
,,Leikaðferðin sem mér fannst ég eiginlega vera hálfþvingaður í að spila"
Rúnar á hliðarlínunni í dag.
Rúnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Fram vinnur ekki deildina þá vona ég að KR vinni deildina.
Ef Fram vinnur ekki deildina þá vona ég að KR vinni deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er sú leið sem við þurfum að fara með þennan leikmannahóp sem ég er með
Þetta er sú leið sem við þurfum að fara með þennan leikmannahóp sem ég er með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ofboðslega góð tilfinning. Ég er náttúrulega í vinnu hjá Fram við það að reyna vinna fótboltaleiki og gera betur en hefur kannski verið gert undanfarin ár; reyna að lyfta liðinu upp á hærri stall og í dag gekk það mjög vel. Það skiptir engu máli hverjir mótherjarnir eru, við viljum reyna vinna alla leiki," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir sigur gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í dag.

Rúnar er goðsögn í KR, lék með liðinu á sínum ferli og var þjálfari liðsins í mörg ár áður en hann svo samdi við Fram síðasta haust.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Auðvitað sérstakt fyrir mig að vera spila á móti KR og auðvitað vill maður ekkert vera gera þeim eitthvað illt, en ég þarf bara að sinna minni vinnu eins vel og ég get. Þannig er þetta bara."

Væntanlega í fyrsta skiptið á ævinni sem þú vonar að KR tapi leik?

„Ég vonaðist bara eftir sanngjörnum úrslitum í dag, megi betra liðið vinna. Ég held að það hafi verið niðurstaðan. Við erum að verjast ofboðslega vel og þegar við förum fram og tengjum saman nokkrar sendingar þá erum við stórhættulegir. Fyrsta markið, okkar eina mark, er glöggt merki um það. VIð áttum sannarlega fleiri möguleika, en veðrið og vindurinn gerir mönnum erfitt fyrir."

„Skilaboðin frá KR-ingum eru bara jákvæð, það eru aldrei illindi í mönnum. Menn óska hvor öðrum góðs gengis og allir sem unnu í kringum leikinn í dag eru allt gamlir og góðir vinir mínir. Ég ræði jafnvel við þá í dag eins og alla aðra daga. Við sinnum allir okkar vinnum og skyldum og einhver rígur er látinn liggja á milli hluta."


Varstu eitthvað nálægt því að öskra á einhvern í svarthvítu í dag og skipa honum eitthvað fyrir?

„Það var einu sinni eitt innkast í restina, þá öskraði ég KR og KR fékk innkastið. Gummi fyrirliði leit á mig brosandi og við hlógum allir. Ég mismæli mig stundum."

Hvernig er að fylgjast með KR í dag? Helduru með þeim?

„Já, eins og ég sagði við Gregg fyrir leik: ef Fram vinnur ekki deildina þá vona ég að KR vinni deildina. Líkurnar eru meiri á því að KR geri það. Ég er KR-ingur og verð það og allir vita það. Það breytir því ekki að ég legg mig 150% fram fyrir Fram alla daga og reyni að gefa af mér til félagsins. Það er ofboðslega gott fólk í Fram sem ég starfa mig. Við erum að reyna ná árangri í þessu, reyna gera félagið að betra félagi en það er, hjálpa yngri flokkum; krökkunum og þjálfurunum þar."

„Það er mikil samheldni í hverfinu og félaginu. Það er búið að vera ofboðslega gott fyrir mig að taka þátt í þessu verkefni."


Auðvelt að horfa í töfluna frá því í fyrra
Fram hefur fengið á sig afskaplega fá færi í byrjun móts.

„Við fengum á okkur eitt mark á móti Víkingi og svo var eitt dauðafæri á móti Vestra sem var bjargað á línu. Það eru 1-2-3 færi önnur. Það er voða auðvelt fyrir mig að koma inn og horfa á stigatöfluna frá því í fyrra og lesa í hana. Fram fékk á sig flest mörk og það var fyrsta verkefnið að styrkja varnarleikinn og gera betur þar. Á sama tíma verðum við að halda áfram að skora mörk, finna jafnvægið þarna á milli. Ég held við séum nokkur veginn búnir að ná því. Auðvitað vill maður ekki að allir leikir endi 1-0, við viljum allir frekar vinna 4-3. Þetta er sú leið sem við þurfum að fara með þennan leikmannahóp sem ég er með. Þetta er leikaðferðin sem mér fannst ég eiginlega vera hálfþvingaður í að spila."

Í viðtalinu ræðir Rúnar um markaskorarann Frey Sigurðsson, komandi bikarleik og svo stöðuna á meiddu leikmönnunum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner