Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   lau 20. apríl 2024 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
,,Leikaðferðin sem mér fannst ég eiginlega vera hálfþvingaður í að spila"
Rúnar á hliðarlínunni í dag.
Rúnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Fram vinnur ekki deildina þá vona ég að KR vinni deildina.
Ef Fram vinnur ekki deildina þá vona ég að KR vinni deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er sú leið sem við þurfum að fara með þennan leikmannahóp sem ég er með
Þetta er sú leið sem við þurfum að fara með þennan leikmannahóp sem ég er með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ofboðslega góð tilfinning. Ég er náttúrulega í vinnu hjá Fram við það að reyna vinna fótboltaleiki og gera betur en hefur kannski verið gert undanfarin ár; reyna að lyfta liðinu upp á hærri stall og í dag gekk það mjög vel. Það skiptir engu máli hverjir mótherjarnir eru, við viljum reyna vinna alla leiki," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir sigur gegn KR á AVIS-vellinum í Laugardal í dag.

Rúnar er goðsögn í KR, lék með liðinu á sínum ferli og var þjálfari liðsins í mörg ár áður en hann svo samdi við Fram síðasta haust.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Auðvitað sérstakt fyrir mig að vera spila á móti KR og auðvitað vill maður ekkert vera gera þeim eitthvað illt, en ég þarf bara að sinna minni vinnu eins vel og ég get. Þannig er þetta bara."

Væntanlega í fyrsta skiptið á ævinni sem þú vonar að KR tapi leik?

„Ég vonaðist bara eftir sanngjörnum úrslitum í dag, megi betra liðið vinna. Ég held að það hafi verið niðurstaðan. Við erum að verjast ofboðslega vel og þegar við förum fram og tengjum saman nokkrar sendingar þá erum við stórhættulegir. Fyrsta markið, okkar eina mark, er glöggt merki um það. VIð áttum sannarlega fleiri möguleika, en veðrið og vindurinn gerir mönnum erfitt fyrir."

„Skilaboðin frá KR-ingum eru bara jákvæð, það eru aldrei illindi í mönnum. Menn óska hvor öðrum góðs gengis og allir sem unnu í kringum leikinn í dag eru allt gamlir og góðir vinir mínir. Ég ræði jafnvel við þá í dag eins og alla aðra daga. Við sinnum allir okkar vinnum og skyldum og einhver rígur er látinn liggja á milli hluta."


Varstu eitthvað nálægt því að öskra á einhvern í svarthvítu í dag og skipa honum eitthvað fyrir?

„Það var einu sinni eitt innkast í restina, þá öskraði ég KR og KR fékk innkastið. Gummi fyrirliði leit á mig brosandi og við hlógum allir. Ég mismæli mig stundum."

Hvernig er að fylgjast með KR í dag? Helduru með þeim?

„Já, eins og ég sagði við Gregg fyrir leik: ef Fram vinnur ekki deildina þá vona ég að KR vinni deildina. Líkurnar eru meiri á því að KR geri það. Ég er KR-ingur og verð það og allir vita það. Það breytir því ekki að ég legg mig 150% fram fyrir Fram alla daga og reyni að gefa af mér til félagsins. Það er ofboðslega gott fólk í Fram sem ég starfa mig. Við erum að reyna ná árangri í þessu, reyna gera félagið að betra félagi en það er, hjálpa yngri flokkum; krökkunum og þjálfurunum þar."

„Það er mikil samheldni í hverfinu og félaginu. Það er búið að vera ofboðslega gott fyrir mig að taka þátt í þessu verkefni."


Auðvelt að horfa í töfluna frá því í fyrra
Fram hefur fengið á sig afskaplega fá færi í byrjun móts.

„Við fengum á okkur eitt mark á móti Víkingi og svo var eitt dauðafæri á móti Vestra sem var bjargað á línu. Það eru 1-2-3 færi önnur. Það er voða auðvelt fyrir mig að koma inn og horfa á stigatöfluna frá því í fyrra og lesa í hana. Fram fékk á sig flest mörk og það var fyrsta verkefnið að styrkja varnarleikinn og gera betur þar. Á sama tíma verðum við að halda áfram að skora mörk, finna jafnvægið þarna á milli. Ég held við séum nokkur veginn búnir að ná því. Auðvitað vill maður ekki að allir leikir endi 1-0, við viljum allir frekar vinna 4-3. Þetta er sú leið sem við þurfum að fara með þennan leikmannahóp sem ég er með. Þetta er leikaðferðin sem mér fannst ég eiginlega vera hálfþvingaður í að spila."

Í viðtalinu ræðir Rúnar um markaskorarann Frey Sigurðsson, komandi bikarleik og svo stöðuna á meiddu leikmönnunum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner