„Það var yndislegt að skora, ég var búin að lofa að skora og það gekk upp," sagði Freyja Viðarsdóttir eftir að hún tryggði KR 2-1 sigur á Breiðablik með þrumufleyg í lokin í kvöld en hvað hugsaði hún þegar hún sá á eftir boltanum?
„Djöfull hitti ég hann, þetta verður mark. Þegar við erum að berjast hlýtur þetta að koma á endanum og það gekk upp í lokin."
„Við börðumst eins og ljón og allir voru að spila með hjartanu, þá getur þetta ekki klikkað, það er bara þannig."
Nánar er rætt við Freyju í sjónvarpinu hér að ofan.





















