Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 24. maí 2022 11:56
Elvar Geir Magnússon
Zouma játar því að vera sekur um dýraníð - Dæmt í næstu viku
Kurt Zouma, varnarmaður West Ham, hefur gengist við tveimur ákæruliðum um dýraníð eftir að myndband fór í dreifingu þar sem hann sást sparka og slá í köttinn sinn.

„Ég sver að ég mun drepa hann," sagði Zouma að auki í myndbandinu. Þá kastaði hann skóm í köttinn þegar hann reyndi að flýja. Bróðir hans, Yoan, tók myndbandið upp en hann hefur sjálfur játað sök í einum ákærulið.

Það á að dæma í málinu á miðvikudaginn í næstu viku.

Zouma baðst afsökunar þegar myndbandið fór i dreifingu í febrúar en kettirnir hans tveir hafa farið á nýtt heimili. Þá kom fram í dómssal að hann hafi fengið hótanir og orðið fyrir kynþáttafordómum eftir myndbandið.
Athugasemdir
banner
banner