PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mán 24. júní 2024 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjólfur á leið til Hollands
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Willumsson er að ganga í raðir Groningen í Hollandi frá Kristiansund í Noregi.

Norski félagaskiptasérfræðingurinn Stian André de Wahl greinir frá þessu.

Það er samkomulag í höfn á milli félaganna um skipti Brynjólfs til Hollands.

Brynjólfur er sjálfur búinn að samþykkja þriggja ára samning hjá Groningen en hann mun fylgja í fótspor bróður síns með því að fara til Hollands. Willum Þór Willumsson leikur með Go Ahead Eagles.

Brynjólfur, sem er 23 ára gamall, hefur leikið með Kristiansund í Noregi frá 2021 en þar áður var hann hjá Breiðabliki.

Groningen hafnaði í öðru sæti hollensku B-deildarinnar á nýliðnu tímabili og leikur í úrvalsdeildinni á því næsta.
Athugasemdir
banner
banner