Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 24. júlí 2024 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Rafn: Mjög gott að vera kominn heim í mitt félag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson hefur farið vel af stað á tímabilinu. Hann varði vítaspyrnu í fyrstu umferð dönsku deildarinnar og hélt í gær hreinu gegn Santa Coloma í forkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir tímabilið var gefið út að Elías væri nýr aðalmarkvörður Midtjylland sem varð danskur meistari í vor.

Leikurinn í gær fór 3-0 fyrir Midtjylland og þarf eitthvað stórkostlegt að gerast svo Midjtylland fari ekki áfram í næstu umferð.

„Það er frábært að vinna 3-0, það eru góð úrslit til að taka með heim í seinni leikinn," sagði Elías í viðtali sem birt var á heimasíðu danska félagsins.

„Þetta var enginn sérstakur fyrri hállfeikur, vantaði svolítið upp á einbeitinguna. Við vorum lengi að ná upp okkar pressu og það var of mikið af mistökum. Við þurfum að gera betur."

Elías er mættur aftur til Midthyland eftir ár í Portúgal á láni hjá Mafra í B-deildinni.

;,Það er frábært að spila aftur hér, ég er mjög spenntur fyrir því. Það er mjög gott að vera kominn heim til Danmerkur og heim í mitt félag. Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner