Jonas Lössl hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Midtjylland, samning sem gildir til 2029.
Lössl var í markinu hjá Midtjylland þegar liðið varð danskur meistari á síðustu leiktíð. Alls hefur hann leikið 236 leiki fyrir félagið. Hann hefur einnig spilað í ensku úrvalsdeildinni, þeirri þýsku og frönsku.
Lössl var í markinu hjá Midtjylland þegar liðið varð danskur meistari á síðustu leiktíð. Alls hefur hann leikið 236 leiki fyrir félagið. Hann hefur einnig spilað í ensku úrvalsdeildinni, þeirri þýsku og frönsku.
„Hjarta mitt slær fyrir Midtjylland og þetta er það félag sem skiptir mig mestu máli," segir Lössl.
Lössl mun fá stærra leiðtogahlutverk í liðinu og enn framtíðarstarf hjá félaginu sem hluta af samningnum, en hann verður ekki áfram aðalmarkvörður.
Íslenski markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er mættur til baka úr láni og verður aðalmarkvörður Midtjylland þegar nýtt tímabil hefst.
„Það mikilvægasta er að við byrjum vel í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Elías og allt liðið hafa minn stuðning," segir Lössl.
Athugasemdir