Torfi Tímoteus kemur aftur
Nýliðar Fjölnis í Pepsi Max-deildinni ætla að reyna að halda danska varnarmanninum Rasmus Christiansen innan sinna raða á næsta tímabili.
Rasmus var í láni frá Val í sumar og var í lykilhlutverki þegar Fjölnir fór upp úr Inkasso-deildinni. Hinn þrítugi Rasmus verður samningslaus í haust og Fjölnir vill halda honum í Grafarvogi.
Rasmus var í láni frá Val í sumar og var í lykilhlutverki þegar Fjölnir fór upp úr Inkasso-deildinni. Hinn þrítugi Rasmus verður samningslaus í haust og Fjölnir vill halda honum í Grafarvogi.
„Við höfum áhuga á að halda honum og ætlum að sjá hvort við náum saman með honum," sagði Kristján Einarsson, formaður meistaraflokksráðs, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Varnarmaðurinn Torfi Tímoteus Gunnarsson kemur aftur til Fjölnis í haust en hann hefur verið á láni hjá KA í sumar.
Framherjinn reyndi Albert Brynjar Ingason liggur undir feld þessa dagana en óljóst er hvort hann haldi áfram hjá Fjölni.
„Hann hefur sagt sjálfur að hann vilji hugsa sín mál og við gefum honum smá tíma til að melta þetta," sagði Kristján en hér að neðan má sjá Albert tjá sig um framtíð sína í viðtali eftir lokaleikinn gegn Keflavík um síðustu helgi.
Athugasemdir