Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 24. september 2020 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn um Evrópu: Við erum lítið að leiða hugann að því
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fengu Fossvogspiltana úr Víkingi Reykjavík í heimsókn þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni í kvöld.

Fylkismenn höfðu ekki unnið síðustu tvo leiki sína og þurftu á sigri að halda til að halda í Evrópudrauminn sem lifir enn góðu lífi eftir kvöldið í kvöld í Árbænum en Fylkismenn höfðu betur gegn Víkingi, 2-1.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Víkingur R.

„Góð þrjú stig í fyrsta lagi og við reyndum bara aðeins að laga varnarleikinn frá síðustu tveim leikjum og það tókst ágætlega þó Víkingar hafi alveg fengið færi þá heilt yfir var þetta betri varnarleikur hjá okkur heldur en í síðustu tveimur leikjum þannig það er það sem við vorum ánægðir með." Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. 

Ágætis jafnræði var með liðunum og hefði leikurinn getað dottið báðum meginn en Fylkismenn sýndu góðan karakter og sóttu sér öll stiginn.
„Það var mjög vel gert, Arnór Borg gerir rosalega vel í að sækja horn einn á móti fjórum og við erum mjög hættulegir í hornspyrnum og það borgaði sig." 

Valdimar Þór Ingimundarsson, markahæsti maður Fylkis er nú horfinn á braut en Atli Sveinn hefur ekki miklar áhyggjur á því að hans menn stígi ekki upp og fylli hans skarð.
„Maður kemur í mans stað og allt það og auðvitað tekur það kannski einhvern tíma fyrir menn að fylla skarðið hans Valda en menn sögðu líka eftir tímabilið í fyrra að enginn myndi fylla í skarðið eftir Geoffrey en Valdi gerði það og nú er bara næsti maður inn sem getur tekið þetta pláss." 

Fylkismenn eru enn í harðri evrópubaráttubaráttu en Atli Sveinn vill ekki meina að það sé það sem þeir séu að spá í þessa stundina.
„Við erum lítið að leiða hugan að því, bara að reyna að komast aftur á sigurbraut og það tókst og þessi sigur fer fyrir lítið ef við gerum ekki eitthvað gott í Frostaskjóli á sunnudaginn." 

Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir