Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fim 24. september 2020 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn um Evrópu: Við erum lítið að leiða hugann að því
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn fengu Fossvogspiltana úr Víkingi Reykjavík í heimsókn þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni í kvöld.

Fylkismenn höfðu ekki unnið síðustu tvo leiki sína og þurftu á sigri að halda til að halda í Evrópudrauminn sem lifir enn góðu lífi eftir kvöldið í kvöld í Árbænum en Fylkismenn höfðu betur gegn Víkingi, 2-1.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Víkingur R.

„Góð þrjú stig í fyrsta lagi og við reyndum bara aðeins að laga varnarleikinn frá síðustu tveim leikjum og það tókst ágætlega þó Víkingar hafi alveg fengið færi þá heilt yfir var þetta betri varnarleikur hjá okkur heldur en í síðustu tveimur leikjum þannig það er það sem við vorum ánægðir með." Sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. 

Ágætis jafnræði var með liðunum og hefði leikurinn getað dottið báðum meginn en Fylkismenn sýndu góðan karakter og sóttu sér öll stiginn.
„Það var mjög vel gert, Arnór Borg gerir rosalega vel í að sækja horn einn á móti fjórum og við erum mjög hættulegir í hornspyrnum og það borgaði sig." 

Valdimar Þór Ingimundarsson, markahæsti maður Fylkis er nú horfinn á braut en Atli Sveinn hefur ekki miklar áhyggjur á því að hans menn stígi ekki upp og fylli hans skarð.
„Maður kemur í mans stað og allt það og auðvitað tekur það kannski einhvern tíma fyrir menn að fylla skarðið hans Valda en menn sögðu líka eftir tímabilið í fyrra að enginn myndi fylla í skarðið eftir Geoffrey en Valdi gerði það og nú er bara næsti maður inn sem getur tekið þetta pláss." 

Fylkismenn eru enn í harðri evrópubaráttubaráttu en Atli Sveinn vill ekki meina að það sé það sem þeir séu að spá í þessa stundina.
„Við erum lítið að leiða hugan að því, bara að reyna að komast aftur á sigurbraut og það tókst og þessi sigur fer fyrir lítið ef við gerum ekki eitthvað gott í Frostaskjóli á sunnudaginn." 

Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner