Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 24. september 2023 17:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði að tapa öðrum heimaleiknum í röð. Fyrri hálfleikur varð okkur að falli. Stjörnumenn voru sterkari en við. Við sýnum karakter í seinni hálfleik. Við náum inn marki en gefum mark klaufalega í kjölfarið. Við reyndum en þetta gekk ekki upp í dag." Segir Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna mann í FH gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

FH mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

„Það var hugarfarsbreyting og við hentum Ástbirni í vængstöðuna. Aðal breytingin var hugarfarsbreyting og í seinni hálfleik náum við að klukka þá sem við gerðum ekki í fyrri hálfleik."

Þriðja mark Stjörnunnar kom gegn gangi leiksins.

„Vonbrigði að fá þetta á sig. Það var gott moment með okkur. Klaufalegt af okkur hálfu. Þetta dró aðeins úr okkur tennurnar. Við gátum komist sex stigum frá Stjörnunni með sigri."

Baráttan um Evrópusæti er mjög jöfn eftir úrslit í þessum leik.

„Þetta verður bara fram á síðustu umferð. Hörkuleikir fram undan. Fyrir mér er þetta einfalt ef við ætlum að vinna liðin í efri hlutanum þurfum við að sýna tvo góða hálfleika í hverjum leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við restinni af leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner