Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
banner
   sun 24. september 2023 17:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði að tapa öðrum heimaleiknum í röð. Fyrri hálfleikur varð okkur að falli. Stjörnumenn voru sterkari en við. Við sýnum karakter í seinni hálfleik. Við náum inn marki en gefum mark klaufalega í kjölfarið. Við reyndum en þetta gekk ekki upp í dag." Segir Heimir Guðjónsson eftir 3-1 tap sinna mann í FH gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

FH mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu tækifæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

„Það var hugarfarsbreyting og við hentum Ástbirni í vængstöðuna. Aðal breytingin var hugarfarsbreyting og í seinni hálfleik náum við að klukka þá sem við gerðum ekki í fyrri hálfleik."

Þriðja mark Stjörnunnar kom gegn gangi leiksins.

„Vonbrigði að fá þetta á sig. Það var gott moment með okkur. Klaufalegt af okkur hálfu. Þetta dró aðeins úr okkur tennurnar. Við gátum komist sex stigum frá Stjörnunni með sigri."

Baráttan um Evrópusæti er mjög jöfn eftir úrslit í þessum leik.

„Þetta verður bara fram á síðustu umferð. Hörkuleikir fram undan. Fyrir mér er þetta einfalt ef við ætlum að vinna liðin í efri hlutanum þurfum við að sýna tvo góða hálfleika í hverjum leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við restinni af leikjunum."
Athugasemdir
banner