Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   sun 24. október 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri: Getum farið í kvöldmat þegar við höldum hreinu
Mynd: Watford
Claudio Ranieri var kampakátur eftir frábæran sigur Watford á útivelli gegn Everton í gær.

Everton leiddi 2-1 allt þar til á síðasta stundarfjórðungi leiksins þegar Joshua King og félagar í Watford komu til baka og sneru leiknum algjörlega á hvolf.

Watford stóð uppi sem 2-5 sigurvegari þökk sé fjórum mörkum á lokakaflanum og var Ranieri vissulega sáttur fyrir utan þá staðreynd að liðið fékk tvö mörk á sig.

„Ég er mjög mjög ánægður. Í síðustu viku var enginn Joshua King en í dag þá var hann til staðar. Hann átti stórkostlegan leik ekki bara því hann skoraði þrennu heldur vegna alls annars sem hann gerði. Hann hélt boltanum vel og vann öll einvígi. Hann var stórkostlegur," sagði Ranieri.

„Ég er bara búinn að vera hérna í viku og er viss um að við munum bæta okkur mikið sem lið í þessu ferðalagi."

Ranieri var spurður hvort sigurinn væri nóg til að leikmenn myndu verðskulda að fara út saman að borða.

„Enginn matur, við getum farið í kvöldmat þegar við höldum hreinu. Þá mun ég bjóða leikmönnum á Watford Canteen."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner