Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. nóvember 2020 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Giroud hetja Chelsea í Frakklandi
Chelsea og Sevilla í 16-liða úrslit
Giroud var hetja Chelsea.
Giroud var hetja Chelsea.
Mynd: Getty Images
Sevilla ver ekki Evrópudeildartitil sinn.
Sevilla ver ekki Evrópudeildartitil sinn.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir búnir í Meistaradeildinni í dag, en báðir leikirnir voru í A-riðli.

Chelsea vann dramatískan sigur á Rennes í Frakklandi þar sem Olivier Giroud kominn af bekknum og reyndist hetjan. Giroud hefur lítið spilað á tímabilinu og talað opinskátt um það að hann hugsi sér til hreyfinga í janúar.

Sehrou Guirassy jafnaði fyrir Rennes á 85. mínútu eftir að Callum Hudson-Odoi hafði komið Chelsea yfir í fyrri hálfleik. Giroud kom inn á sem varamaður þegar rúmar 20 mínútur voru eftir og hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Chelsea er komið áfram þegar tveir leikir eru eftir. Chelsea er með tíu stig og Sevilla er í öðru sæti með átta stig, en Sevilla er einnig komið áfram.

Sevilla vann 2-1 sigur á Krasnodar á sama tíma. Sevilla er í öðru sæti með tíu stig. Krasnodar og Rennes eru bæði með eitt stig.

Þetta þýðir að Sevilla á ekki möguleika á að verja titil sinn í Evrópudeildinni þar sem liðið tekur þátt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í staðinn.

E-riðill:
FK Krasnodar 1 - 2 Sevilla
0-1 Ivan Rakitic ('4 )
1-1 Francisco Wanderson ('56 )
1-2 Munir El Haddadi ('90 )


Rennes 1 - 2 Chelsea
0-1 Callum Hudson-Odoi ('22 )
1-1 Sehrou Guirassy ('85 )
1-2 Olivier Giroud ('90 )

Sjá einnig:
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Van de Beek og Cavani byrja
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner