Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. janúar 2020 11:56
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Brentford og Leicester: Perez byrjar - Patrik á bekknum
Ayoze Perez setti tvö gegn West Ham í vikunni.
Ayoze Perez setti tvö gegn West Ham í vikunni.
Mynd: Getty Images
Brentford er í toppbaráttu Championship deildarinnar og tekur á móti úrvalsdeildarliði Leicester í fyrsta leik dagsins í 32-liða úrslitum enska bikarsins.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest og er Patrik Gunnarsson, 19 ára markvörður, á varmannabekk heimamanna.

Brendan Rodgers gerir níu breytingar á liðinu sem lagði West Ham í miðri viku, þar sem Ayoze Perez og Caglar Soyuncu eru áfram í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Leicester er þó ekki af verri endanum en þar má finna menn á borð við Dennis Praet, Hamza Choudhury og Kelechi Iheanacho.

Brentford: Daniels, Thompson, Yearwood, Mokotja, Valencia, Marcondes, Dervisöglu, Jeanvier, Zamburek, Racic, Roerslev
Varamenn: Patrik Gunnarsson, Henry, Pinnock, Norgaard, Dasilva, Mbeumo, Hammar

Leicester: Ward, Justin, Morgan, Soyuncu, Fuchs, Choudhury, Praet, Gray, Albrighton, Perez, Iheanacho
Varamenn: Schmeichel, Ricardo, Evans, Dewsbury-Hall, Tielemans, Maddison, Barnes.
Athugasemdir
banner
banner
banner