Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2023 16:20
Aksentije Milisic
Heillaði gegn Íslandi - Talar vel um Mourinho og Matic
Í baráttunni við Jóa Berg.
Í baráttunni við Jóa Berg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Roma.
Í leik með Roma.
Mynd: EPA

Hinn ungi Bosníumaður, Benjamin Tahirovic, lék sinn fyrsta landsleik á ferlinum þegar Bosnía og Hersegóvína vann auðveldan sigur á Íslandi í fyrsta leik í undankeppni EM. Leiknum lauk með þremur mörkum gegn engu í leik sem Ísland átti engan séns í.


Tahirovic er tvítugur leikmaður AS Roma á Ítalíu en hann heillaði marga í leiknum gegn Íslandi og steig ekki feilspor á miðjunni. Hann stýrði spilinu vel og virkaði yfirvegaður í sínum aðgerðum.

Leikmaðurinn hóf feril sinn með Vasalunds IF í Svíþjóð en gekk í raðir Roma árið 2021. Hann er undir handleiðslu Jose Mourinho en Portúgalinn hefur verið að gefa Tahirovic nokkur tækifæri með aðalliðinu.

Tahirovic talar vel um Mourinho og einnig Serbann Nemanja Matic en þeir eru liðsfélagar í Rómarborg.

„Þetta var frábært. Þegar ég frétti að ég væri að fara spila þá fóru tilfinningarnar á fullt. Allt við þetta var magnað, fyrir leik, upphitun, fara út og hlusta á þjóðsönginn. Allt fór eins og það átti að fara,” sagði Tahirovic eftir sigurinn á Íslandi.

„Ég er þakklátur Mourinho. Leikmennirnir hjá Roma sem spila mína stöðu eru í mjög háum gæðaflokki. Það er mikil samkeppni. Ég er ungur og er enn að læra. Sá sérstaki krefst við miklu frá okkur og þannig á það að vera. Það er ástæða afhverju hann er kallaður þetta,” sagði Tahirovic um Mourinho.

Þá talar hann vel um Matic en þeir tala sama tungumál.

„Matic er frábær leikmaður og frábær manneskja. Ég reyni að læra af honum eins og ég get. Við erum mjög góðir vinir utan vallar einnig.”

Það sástu í leiknum gegn Íslandi að Tahirovic er með Balkansskaga skapið en hann brást illa við þegar Jóhann Berg sparkaði í hann þegar hann var liggjandi. Það sauð upp úr en Jói reyndi lengi að taka í spaðann á Tahirovic og biðjast fyrirgefningar. Að lokum sættust þeir.

Talið er að Roma muni senda kappann á lán á næsta tímabili til þess að fá meiri leikreynslu.


Athugasemdir
banner
banner