Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mið 25. maí 2022 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Einar Orri: Fólk trúði því að við gætum strítt þeim
Einar Orri Einarsson
Einar Orri Einarsson
Mynd: VF-mynd: JPK
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson, leikmaður Njarðvíkur, var hæstánægður eftir 4-1 sigur á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag en montrétturinn er Njarðvíkinga.

Einar kom til Njarðvíkur frá Kórdrengjum fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík þar áður fjórtán tímabil með meistaraflokki frá 2005 til 2018.

„Hún er frábær og mjög gaman að koma hérna og langt síðan maður hefur spilað fyrir framan svona marga áhorfendur og þvílík stemning í stúkunni og taka 4-1 sigur er frábær."

„Já, það æxlaðist þannig að við erum búnir að byrja mjög vel og fólk trúði að við gætum strítt þeim og við trúðum því mest allra sjálfir og við sýndum það í dag. Það er búið að vera smá fight síðustu daga en allt í góðum banter,"
sagði Einar Orri við Fótbolta.net.

Einar hefur aðeins spilað tvo leiki í 2. deildinni með Njarðvíkingum í sumar en hann meiddist í byrjun tímabils. Hann fékk krampa undir lok leiks og þurfti skiptingu.

„Þetta var orðið helvíti þungt. Ég teygði eitthvað aðeins og reyndi eitthvað áfram en þetta krampaðist allt. Ég var ekki búinn að spila mikið á þessu tímabili og meiddist aðeins rétt fyrir tímabil, var búinn með einhverjar þrjátíu mínútur og svo skella sér í 80 plús mínútur á þessu grasi á þessu tempói hjá Keflavíkurliðinu, eitthvað þurfti að gefa sig."

Njarðvík er komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins en hann væri til í að mæta Kórdrengjum.

„Það væri reyndar geðveikt. Ég var ekki með óska mótherja en þegar þú sagðir þetta þá væri það gaman. Jafnvel að skella mér í Safamýrina og skella þeim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner