Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mið 25. maí 2022 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Einar Orri: Fólk trúði því að við gætum strítt þeim
Einar Orri Einarsson
Einar Orri Einarsson
Mynd: VF-mynd: JPK
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson, leikmaður Njarðvíkur, var hæstánægður eftir 4-1 sigur á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag en montrétturinn er Njarðvíkinga.

Einar kom til Njarðvíkur frá Kórdrengjum fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík þar áður fjórtán tímabil með meistaraflokki frá 2005 til 2018.

„Hún er frábær og mjög gaman að koma hérna og langt síðan maður hefur spilað fyrir framan svona marga áhorfendur og þvílík stemning í stúkunni og taka 4-1 sigur er frábær."

„Já, það æxlaðist þannig að við erum búnir að byrja mjög vel og fólk trúði að við gætum strítt þeim og við trúðum því mest allra sjálfir og við sýndum það í dag. Það er búið að vera smá fight síðustu daga en allt í góðum banter,"
sagði Einar Orri við Fótbolta.net.

Einar hefur aðeins spilað tvo leiki í 2. deildinni með Njarðvíkingum í sumar en hann meiddist í byrjun tímabils. Hann fékk krampa undir lok leiks og þurfti skiptingu.

„Þetta var orðið helvíti þungt. Ég teygði eitthvað aðeins og reyndi eitthvað áfram en þetta krampaðist allt. Ég var ekki búinn að spila mikið á þessu tímabili og meiddist aðeins rétt fyrir tímabil, var búinn með einhverjar þrjátíu mínútur og svo skella sér í 80 plús mínútur á þessu grasi á þessu tempói hjá Keflavíkurliðinu, eitthvað þurfti að gefa sig."

Njarðvík er komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins en hann væri til í að mæta Kórdrengjum.

„Það væri reyndar geðveikt. Ég var ekki með óska mótherja en þegar þú sagðir þetta þá væri það gaman. Jafnvel að skella mér í Safamýrina og skella þeim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner