Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   mið 25. maí 2022 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Einar Orri: Fólk trúði því að við gætum strítt þeim
Einar Orri Einarsson
Einar Orri Einarsson
Mynd: VF-mynd: JPK
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Einar lék með Kórdrengjum áður en hann gekk í raðir Njarðvíkinga og væri til í að mæta þeim í 16-liða úrslitum bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson, leikmaður Njarðvíkur, var hæstánægður eftir 4-1 sigur á Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag en montrétturinn er Njarðvíkinga.

Einar kom til Njarðvíkur frá Kórdrengjum fyrir tímabilið en hann lék með Keflavík þar áður fjórtán tímabil með meistaraflokki frá 2005 til 2018.

„Hún er frábær og mjög gaman að koma hérna og langt síðan maður hefur spilað fyrir framan svona marga áhorfendur og þvílík stemning í stúkunni og taka 4-1 sigur er frábær."

„Já, það æxlaðist þannig að við erum búnir að byrja mjög vel og fólk trúði að við gætum strítt þeim og við trúðum því mest allra sjálfir og við sýndum það í dag. Það er búið að vera smá fight síðustu daga en allt í góðum banter,"
sagði Einar Orri við Fótbolta.net.

Einar hefur aðeins spilað tvo leiki í 2. deildinni með Njarðvíkingum í sumar en hann meiddist í byrjun tímabils. Hann fékk krampa undir lok leiks og þurfti skiptingu.

„Þetta var orðið helvíti þungt. Ég teygði eitthvað aðeins og reyndi eitthvað áfram en þetta krampaðist allt. Ég var ekki búinn að spila mikið á þessu tímabili og meiddist aðeins rétt fyrir tímabil, var búinn með einhverjar þrjátíu mínútur og svo skella sér í 80 plús mínútur á þessu grasi á þessu tempói hjá Keflavíkurliðinu, eitthvað þurfti að gefa sig."

Njarðvík er komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins en hann væri til í að mæta Kórdrengjum.

„Það væri reyndar geðveikt. Ég var ekki með óska mótherja en þegar þú sagðir þetta þá væri það gaman. Jafnvel að skella mér í Safamýrina og skella þeim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner