Manchester United og Leeds munu mætast í vináttuleik á undirbúningstímabilinu en leikurinn fer fram á Ullevaal leikvangnum í Osló í Noregi.
Þetta verður fyrsta viðureign liðanna sem spiluð verður í Noregi en leikurinn verður miðvikudaginn 12. júlí.
Þetta verður fyrsta viðureign liðanna sem spiluð verður í Noregi en leikurinn verður miðvikudaginn 12. júlí.
„Við erum hæstánægð með að hafa gengið frá þessum leik gegn Manchester United, sérstaklega fyrir hönd stuðningsmanna Leeds í Noregi," segir Paul Bell framkvæmdastjóri Leeds United.
„Stuðningsmannaklúbbur Leeds í Skandinavíu er með yfir 8 þúsund meðlimi, margir af þeim ferðast reglulega til Englands til að sjá leiki með Leeds."
Manchester United getur tryggt sér Meistaradeildarsæti í kvöld þehgar liðið leikur gegn Chelsea en hinsvegar eru miklar líkur á því að Leeds falli á sunnudag þegar lokaumferð úrvalsdeildarinnar fer fram.
Athugasemdir