Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 24. maí 2025 19:14
Elvar Geir Magnússon
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Lengjudeildin
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net
„Þetta var geggjað, barátta og vilji keyrði þetta í gegn. Við vorum til í slaginn frá fyrstu mínútu og unnum þetta að lokum verðskuldað," segir Elfar Árni Aðalsteinsson.

Sóknarmaðurinn reynslumikli var hetja nýliða Völsungs sem unnu 2-1 sigur gegn Fjölni í dag. Hann skoraði bæði mörk Völsungs, þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Elfar skorar sigurmarkið í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  1 Fjölnir

„Við erum með mjög skemmtilegt og kröftugt lið. Við berjumst til lokamínútna. Það er andi í hópnum og vonandi vinnum við fleiri leiki á svona dramatískan hátt. Það er skemmtilegra."

Elfar segir kokhraustur að Völsungur stefni á að fara í umspil Lengjudeildarinnar.

„Við reynum að fara í alla leiki til að vinna. Það er asnalegt að stefna á annað en umspilssæti í þessari deild, það er leiðinlegt að stefna á níunda eða tíunda sæti. Eigum við ekki að stefna á umspilið þar til það er ekki hægt."
Athugasemdir
banner