Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   lau 24. maí 2025 19:14
Elvar Geir Magnússon
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Lengjudeildin
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net
„Þetta var geggjað, barátta og vilji keyrði þetta í gegn. Við vorum til í slaginn frá fyrstu mínútu og unnum þetta að lokum verðskuldað," segir Elfar Árni Aðalsteinsson.

Sóknarmaðurinn reynslumikli var hetja nýliða Völsungs sem unnu 2-1 sigur gegn Fjölni í dag. Hann skoraði bæði mörk Völsungs, þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Elfar skorar sigurmarkið í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  1 Fjölnir

„Við erum með mjög skemmtilegt og kröftugt lið. Við berjumst til lokamínútna. Það er andi í hópnum og vonandi vinnum við fleiri leiki á svona dramatískan hátt. Það er skemmtilegra."

Elfar segir kokhraustur að Völsungur stefni á að fara í umspil Lengjudeildarinnar.

„Við reynum að fara í alla leiki til að vinna. Það er asnalegt að stefna á annað en umspilssæti í þessari deild, það er leiðinlegt að stefna á níunda eða tíunda sæti. Eigum við ekki að stefna á umspilið þar til það er ekki hægt."
Athugasemdir
banner
banner
banner