Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
   lau 24. maí 2025 19:14
Elvar Geir Magnússon
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Lengjudeildin
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net
„Þetta var geggjað, barátta og vilji keyrði þetta í gegn. Við vorum til í slaginn frá fyrstu mínútu og unnum þetta að lokum verðskuldað," segir Elfar Árni Aðalsteinsson.

Sóknarmaðurinn reynslumikli var hetja nýliða Völsungs sem unnu 2-1 sigur gegn Fjölni í dag. Hann skoraði bæði mörk Völsungs, þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Elfar skorar sigurmarkið í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  1 Fjölnir

„Við erum með mjög skemmtilegt og kröftugt lið. Við berjumst til lokamínútna. Það er andi í hópnum og vonandi vinnum við fleiri leiki á svona dramatískan hátt. Það er skemmtilegra."

Elfar segir kokhraustur að Völsungur stefni á að fara í umspil Lengjudeildarinnar.

„Við reynum að fara í alla leiki til að vinna. Það er asnalegt að stefna á annað en umspilssæti í þessari deild, það er leiðinlegt að stefna á níunda eða tíunda sæti. Eigum við ekki að stefna á umspilið þar til það er ekki hægt."
Athugasemdir
banner
banner