Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana „Menn eru full litlir í sér"
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
   lau 24. maí 2025 19:14
Elvar Geir Magnússon
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Lengjudeildin
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net
„Þetta var geggjað, barátta og keyrði þetta í gegn. Við vorum til í slaginn frá fyrstu mínútu og unnum þetta að lokum verðskuldað," segir Elfar Árni Aðalsteinsson.

Sóknarmaðurinn reynslumikli var hetja nýliða Völsungs sem unnu 2-1 sigur gegn Fjölni í dag. Hann skoraði bæði mörk Völsungs, þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Elfar skorar sigurmarkið í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  1 Fjölnir

„Við erum með mjög skemmtilegt og kröftugt lið. Við berjumst til lokamínútna. Það er andi í hópnum og vonandi vinnum við fleiri leiki á svona dramatískan hátt. Það er skemmtilegra."

Elfar segir kokhraustur að Völsungur stefni á að fara í umspil Lengjudeildarinnar.

„Við reynum að fara í alla leiki til að vinna. Það er asnalegt að stefna á annað en umspilssæti í þessari deild, það er leiðinlegt að stefna á níunda eða tíunda sæti. Eigum við ekki að stefna á umspilið þar til það er ekki hægt."
Athugasemdir
banner