Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   lau 24. maí 2025 19:55
Daníel Smári Magnússon
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Magnúsi fannst vanta smá kraft í sína menn í dag og kallaði eftir bætingum fyrir leikinn gegn Val.
Magnúsi fannst vanta smá kraft í sína menn í dag og kallaði eftir bætingum fyrir leikinn gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Fannst þetta bara hörkuleikur, lokaður leikur. Lítið kannski um færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við verja teiginn okkar mjög vel, en ég er ósáttur með spilamennskuna okkar fram á við. Fannst við ekki spila nógu vel, ekki nógu öruggir á bolta og spilum honum ekki nógu vel fram á við. Hefðum getað gert betur þar. Það er svona það sem að er mest svekkjandi,'' sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Mikil barátta einkenndi leikinn og vantaði stundum uppá gæðin á síðasta þriðjungnum. Þau komu í formi Hallgríms Mars Steingrímssonar á 80. mínútu og Magnús Már hrósaði Hallgrími eftir leikinn.

„Þessi leikur ræðst náttúrulega bara á einstaklingsframtaki frá Hallgrími Mar. Það eru ekki margir leikmenn sem að geta tekið boltann á verri fætinum og smellt honum í skeytin af af 25 metra færi, þannig að það er sem að drepur þetta, því miður.''

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Aftureldingar vegna meiðsla í dag, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Þá kallaði Magnús eftir stuðningi úr Mosfellsbænum þegar að Valsarar mæta í heimsókn. 

„Aron fékk smá högg á æfingu í vikunni. Hann verður vonandi klár aftur bara í næsta leik í Mosfellsbæ á fimmtudaginn. Mætum Val þá og við þurfum að fá alla Mosfellinga með okkur í lið þar og gera betur en í dag. Það vantaði smá "power" í okkar spilamennsku. Allir leikmenn hefði getað gert betur þar,'' sagði Magnús Már.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner