Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
   lau 24. maí 2025 19:55
Daníel Smári Magnússon
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Magnúsi fannst vanta smá kraft í sína menn í dag og kallaði eftir bætingum fyrir leikinn gegn Val.
Magnúsi fannst vanta smá kraft í sína menn í dag og kallaði eftir bætingum fyrir leikinn gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Fannst þetta bara hörkuleikur, lokaður leikur. Lítið kannski um færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við verja teiginn okkar mjög vel, en ég er ósáttur með spilamennskuna okkar fram á við. Fannst við ekki spila nógu vel, ekki nógu öruggir á bolta og spilum honum ekki nógu vel fram á við. Hefðum getað gert betur þar. Það er svona það sem að er mest svekkjandi,'' sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 tap gegn KA í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Mikil barátta einkenndi leikinn og vantaði stundum uppá gæðin á síðasta þriðjungnum. Þau komu í formi Hallgríms Mars Steingrímssonar á 80. mínútu og Magnús Már hrósaði Hallgrími eftir leikinn.

„Þessi leikur ræðst náttúrulega bara á einstaklingsframtaki frá Hallgrími Mar. Það eru ekki margir leikmenn sem að geta tekið boltann á verri fætinum og smellt honum í skeytin af af 25 metra færi, þannig að það er sem að drepur þetta, því miður.''

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Aftureldingar vegna meiðsla í dag, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Þá kallaði Magnús eftir stuðningi úr Mosfellsbænum þegar að Valsarar mæta í heimsókn. 

„Aron fékk smá högg á æfingu í vikunni. Hann verður vonandi klár aftur bara í næsta leik í Mosfellsbæ á fimmtudaginn. Mætum Val þá og við þurfum að fá alla Mosfellinga með okkur í lið þar og gera betur en í dag. Það vantaði smá "power" í okkar spilamennsku. Allir leikmenn hefði getað gert betur þar,'' sagði Magnús Már.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner