Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Amorim vildi ekki tjá sig um framtíð Fernandes og Garnacho
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: EPA
Ruben Amorim. stjóri Manchester United, hafði engan áhuga á að ræða framtíð Bruno Fernandes og Alejandro Garnacho, en hann segir alla einbeitingu á að klára síðasta leik tímabilsins.

Man Utd spilar síðasta leik sinn á tímabilinu á morgun er liðið tekur á móti Aston Villa í deildinni.

Það er þungt yfir United-mönnum þessa dagana. Liðið er í 16. sæti deildarinnar og tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham í miðri viku sem þýðir að liðið mun ekki spila í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Félagið þarf líklega að selja leikmenn í sumar og hafa enskir miðlar talað um að Bruno Fernandes gæti farið til Sádi-Arabíu fyrir meira en 100 milljónir punda.

Alejandro Garnacho er annar leikmaður sem gæti farið en hann er sagður ósáttur eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Tottenham. Amorim vildi hins vegar ekki ræða þetta málefni á blaðamannafundi í dag.

„Einbeitingin er á síðasta leik tímabilsins. Ég veit ekki hvað mun gerast. Við erum með plan og vorum undirbúin fyrir báðar stöður, það er að segja að vera í Meistaradeildinni og ekki vera í henni.“

„Við höfum hugmynd um hvernig við viljum hafa hópinn, en akkúrat núna munum við einbeita okkur að leiknum því við eigum jú einn leik eftir og síðar mun gefast tími til þess að ræða þessa hluti,“
sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner