Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Ansu Fati á leið til Mónakó
Mynd: EPA
Spænski vængmaðurinn Ansu Fati er á leið til Mónakó á láni frá Barcelona en þetta segir ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano í dag.

Mónakó og Barcelona eru að nálgast samkomulag en hann kemur á láni til Mónakó út tímabilið með möguleika á að gera skiptin varanleg á meðan lánsdvölinni stendur.

Fati er 22 ára gamall kantmaður er sagður spenntur fyrir því að fara til Mónakó og munu félögin halda áfram að ræða saman næstu daga.

Spánverjanum var spáð miklum frama hjá Barcelona og á tímapunkti haldið fram að hann væri arftaki Lionel Messi.

Félagið gaf honum 'tíuna' þegar Lionel Messi yfirgaf félagið árið 2021 en meiðsli hafði áhrif á þróun hans og hefur hann lítið sem ekkert spilað á þessu tímabili.

Hann hefur aðeins spilað 298 mínútur í ellefu leikjum undir stjórn Hansi Flick og það þrátt fyrir að hafa verið heill stærstan hluta tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner