
Bruno Fernandes, Kaoru Mitoma og Alejandro Garnacho gætu allir verið á förum úr ensku úrvalsdeildinni í sumarglugganum. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Bruno Fernandes (30), fyrirliði Manchester United, hefur frest út næstu viku til að ákveða hvort hann vilji fara frá félaginu eða ekki. Sádi-arabíska félagið Al Hilal er reiðubúið að leggja fram 100 milljóna punda tilboð í Fernandes sem myndi þéna 65 milljónir punda í árslaun. (Mail)
Bayern München gæti einnig reynt við Fernandes, en hátt verð leikmannsins gæti hindrað skiptin. (Teamtalk)
Talið er líklegt að argentínski vængmaðurinn Alejandro Garnacho (20) fari frá Manchester United í sumar, en hann er sagður vonsvikinn með hlutverk sitt undir Ruben Amorim. (ESPN)
Umboðsmenn Garnacho ætla að ræða við Man Utd um framtíð leikmannsins eftir að hann var settur á bekkinn fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. (Telegraph)
Manchester United er einnig að íhuga að selja enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (20) til að minnka fjárhagslegt tjón félagsins. (Sun)
Þýski sóknartengiliðurinn Florian Wirtz (22) vill heldur fara til Liverpool en Bayern München ákveði hann að yfirgefa Bayer Leverkusen í sumar. (Athletic)
Bayern München telur Kaoru Mitoma (28), leikmann Brighton, vera fýsilegan kost í stað Wirtz. (Sky)
Everton hefur átt viðræður við Ipswich um enska framherjann Liam Delap (22) og er einnig að skoða Ben Doak (19), vængmann Liverpool. (Guardian)
Real Madrid sér Alexis Mac Allister, leikmann Liverpool og argentínska landsliðsins, sem verðugan arftaka Luka Modric sem mun yfirgefa Real Madrid í sumar. (Fichajes)
Þýska félagið RB Leipzig hefur verið í sambandi við Andrea Birta, nýjan yfirmann íþróttamála hjá Arsenal, vegna slóvenska framherjans Benjamin Sesko (21). (Sky)
Matheus Cunha (25), leikmaður Wolves og brasilíska landsliðsins, vill enn ganga í raðir Man Utd þrátt fyrir að félaginu hafi mistekist að komast í Evrópukeppni fyrir næstu leiktíð. (Sky)
Emiliano Martínez (32) mun yfirgefa Aston Villa í sumar, en Manchester United og félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á argentínska markverðinum. (Teamtalk)
Aston Villa, Leeds og West Ham eru á eftir Matheus Fernandes (20), leikmanni Southampton og U21 árs landsliðs Portúgals. (Football Insider)
Athugasemdir