Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   lau 24. maí 2025 19:56
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Hallgrímur hefur verið mjög ánægður með svör sinna manna eftir svekkelsið í Mjólkurbikarnum.
Hallgrímur hefur verið mjög ánægður með svör sinna manna eftir svekkelsið í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Við erum bara ánægðir með leikinn. Stóðum okkur vel og lögðum okkur mikið fram á móti flottu Aftureldingarliði, sem að er nýbúið að koma til baka og vinna á móti KR. Það er skemmtileg ára yfir Aftureldingu, bara gott lið á boltann og mér fannst við bara standa okkur vel í dag. Mér fannst við fá færin í fyrri hálfleik, fáum tvö góð færi. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo skot á vítateignum. Svo er seinni hálfleikur þannig að við erum meira að reyna að ná markinu,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Hallgrímur talaði um augljóst mikilvægi þess að vinna fótboltaleiki og hann sagði að það hefði verið frábært að sjá hversu vel menn bökkuðu hvorn annan upp. Þá var augljóst eftir afleitan varnarleik gegn Fram að eitthvað þyrfti að breytast. KA liðið hefur núna haldið hreinu í tveimur leikjum í röð og það er eitthvað til þess að byggja á.

„Við þurftum að átta okkur á því að við þyrftum að verjast betur sem lið, því að hitt var ekki að ganga og margar ástæður fyrir því. Byrja á því að sinna vörninni og ég hef fengið frábær svör. Tveir leikir þar sem að allir leggja sig fram og þá gerast góðar hlutir. Við erum með frábært lið, frábæra leikmenn og frábært KA hjarta. Við sáum það bara undanfarin ár, hvernig þeir standa saman þegar illa gengur og það er auðvelt að standa saman þegar að vel gengur - en þegar illa gengur kemur aðeins í ljós úr hverju þú ert gerður. Stjórnin, fólkið hérna í KA heimilinu, áfram gakk. Þannig komum við okkur út úr vandræðunum og akkúrat núna er góð tilfinning, en það er vissulega mikil vinna framundan og mótið er bara nánast rétt byrjað,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner