Arnór Borg Guðjohnsen verður frá næstu vikurnar en hann meiddist aftan í læri þegar Vestri heimsótti Fram um síðustu helgi. Arnór kom inn á sem varamaður á 53. mínútu en tæpum 20 mínútum síðar meiddist sóknarmaðurinn og gat ekki haldið leik áfram.
Arnór fór í myndatöku í vikunni og í ljós kom rifa í lærvöðva, slæm tognun aftan í læri.
Arnór segir í samtali við Fótbolta.net að hann fái vonandi að vita meira um meiðslin á næstu dögum.
Hann er á láni hjá Vestra frá FH og skoraði fyrir tæpum tveimur vikum sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann innsiglaði sigurinn á Aftureldingu í Bestu deildinni. Hann lagði svo upp mark í bikarsigri á Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrir rúmri viku síðan.
Athugasemdir