
„Ég er ánægður með skipulagið , ánægður hvernig við lögðum leikinn upp, hvernig við mættum Blikaliðinu. Blikaliðið er mjög vel skipulagt. Eins og öll lið sem eiga hafa styrkleika þá hafa þau líka hina hliðina á peningnum sem eru veikleikar. Við gátum nýtt okkur þau moment í dag", sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH ánægður eftir flottan sigur sinna kvenna á móti toppliði Breiðabliks í kvöld.
FH gerði sér lítið fyrir og sigraði Breiðablik 2-1 í toppslag Bestu deild kvenna í Kaplakrikanum í kvöld og jafnaði þar með Breiðabik að stigum.
„Ég er ánægður með baráttuviljann, ánægður með hvernig FH liðið mætti til leiks, hvernig þær halda þetta út. Ég er ánægður með baráttuna, hlaupagetuna, áræðnina, þetta skiptir svo miklu máli"
FH gerði sér lítið fyrir og sigraði Breiðablik 2-1 í toppslag Bestu deild kvenna í Kaplakrikanum í kvöld og jafnaði þar með Breiðabik að stigum.
„Ég er ánægður með baráttuviljann, ánægður með hvernig FH liðið mætti til leiks, hvernig þær halda þetta út. Ég er ánægður með baráttuna, hlaupagetuna, áræðnina, þetta skiptir svo miklu máli"
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Breiðablik
FH stelpurnar mættu ákveðnar til leiks í kvöld eftir fyrsta tapið í sumar þegar þær steinlágu 4-1 á móti Þrótti í síðustu umferð.
„Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað og það er nákvæmlega þetta sem ég vil að liðið standi fyrir. Ef undanskilin er síðasti leikur þá hefur varnarleikur liðsins á löngum köflum verið bara mjög góður. Það fer engin í gegnum tímabil án þess að vinna, tapa og gera jafntefli. Í síðasta leik þá vorum við ekki góðar og við töpuðum"
Hvernig ætlarðu að svara því, hvað ætlarðu að gera? Ætlar þú að gráta í marga daga eða taka þig saman í andlitinu? Það var það sem við gerðum og við vissum að verkefnið hér í dag yrði erfitt, bætti Guðni við og var að vonum kátur með frammistöðuna hér í kvöld.
Næsti leikur FH er gegn Víkingi á útivelli eftir rúmar tvær. Með góðum sigri hér í kvöld verður FH í toppbaráttunni þegar Besta deild kvenna hefst á ný eftir stutt landsleikjahlé. Þess á geta að hvorki meira né minna en fimm stelpur úr FH voru valdar í U23 ára landsliðið sem spilar tvo æfingaleiki í næstu viku.
Athugasemdir