Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   fös 23. maí 2025 23:19
Gunnar Bjartur Huginsson
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
,Sum markanna eru bara hreint og beint aulaleg"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við vera feykilega öflugir fyrir utan 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik, þar sem að við fáum á okkur þrjú mörk og slökkvum á okkur varnarlega. Annars fannst mér þetta feykilega öflug frammistaða, þar sem við stjórnum leiknum alveg frá upphafi til enda," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR eftir 2-3 tap á AVIS-vellinum í kvöld.

Mikið hefur verið rætt og ritað um varnarleik KR-inga en þeir hafa fengið á sig 18 mörk í átta leikjum í Bestu deildinni. 

„Auðvitað er aldrei gaman að fá á sig mörk og sum markanna sem við höfum fengið á okkur eru bara hreint og beint aulaleg og þar sem við erum bara ekki nógu harðir, nógu grimmir."


Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

Finnur Tómas fékk að líta rauða spjaldið eða seinna gula, þegar lítið var eftir af leiknum eftir að hafa ýtt í Guðmund Magnússon.

Hún er örugglega bara rétt. Hann hefur tuskað Gumma eitthvað til þarna, orðið pirraður á því hversu hægt leikurinn gekk og hversu mikið þeir fengu að draga tempóið úr leiknum," sagði Óskar aðspurður út í rauða spjaldið á Finn Tómas.

KR-ingar hafa lent í meiðslum en Í hóp KR vantaði varnarmennina Birgi Stein Styrmisson og Júlíus Mar Júlíusson. 

„Það er langt í Birgi. Kemur örugglega í besta falli um miðjan júní . Júlíus, það er spurning hvort hann verði klár fyrir næsta leik. Ég efast um það en vonandi."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner