Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   sun 25. maí 2025 01:22
Sölvi Haraldsson
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með það að við komumst yfir eftir þrjár mínútur og verðum síðan alltof passívir. Þór tekur alla stjórn á leiknum og þótt þeir hafi ekki skapað sér neitt fram að fyrra markinu að þá var markið verðskuldað og svo fá þeir annað mínútu síðar. Fyrri hálfleikurinn var hörmung fyrir utan fyrstu þrjár mínúturnar.“ sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 4-3 sigur á Þór í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  4 Þór

Ef tekið er út sárabótamark Grindvíkinga spilast báðir hálfleikarnir eins þar sem Grindavík skorar mark mjög snemma en ná ekki að fylgja því eftir.

„Það er svekkjandi. Við náum ekki nógu góðum takt í sóknarleikinn síðustu tvo leiki. Náum ekki að setja of mikinn varnarfókus án þess að það bitni á sóknarleiknum. Á sama tíma og við ætlum að keyra á liðin fáum við á okkur mörk, það er ýmislegt sem ég þarf að hugsa um. Frammistaðan var ekki nógu góð, það er nokkurt ljóst. En engu að síður þurfum við ekki að fá á okkur svona mikið af mörkum. Við þurfum að verja teiginn okkar betur og fá á okkur færri fyrirgjafir.“

Hvað veldur því að Grindavík er að fá svona mikið af mörkum á sig, ungt lið og reynsluleysi?

„Það er partur af skýringunni að það vantar reynslu í mannskapinn. Það er svekkjandi að leka endalaust af mörkum en ég ætla ekki að skýla mönnum með það. Þetta er bara fótbolti. Sama þótt þú sért 17 eða fimmtugur veistu hvað þú ert að gera.“

Verður þetta það sem koma skal í leikjum Grindvíkinga í sumar? Markaveisla leik eftir leik.

„Ég vona ekki en mér finnst gaman að skora mikið. Þetta gengur ekki svona. Við getum ekki lekið tveimur til fjórum mörkum í leikjum sem við spilum, það er nokkuð ljóst. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að fá á okkur færri mörk. Sóknarlega erum við skeinuhættir og skorum mikið, við þurfum að finna jafnvægið.“

Vilhelm Ottó fór í frekar harkalega tæklingu í seinni hálfleiknum og fékk gult en Grindvíkingar vildu fá annan lit á spjaldið.

„Það er bara rautt spjald. Ljót tækling og hann reyndi ekki við boltann. Ég var mjög svekktur með það. Þetta gerist engu að síður í fótbolta og við erum ekkert að svekkja okkur með það. Ég er með þunnan hóp. Ljót brot geta verið mjög dýr fyrir mig þar sem ég er ekki með endalausan bekk.“

Viðtalið við Halla Hróðmars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner