Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 25. maí 2025 01:22
Sölvi Haraldsson
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með það að við komumst yfir eftir þrjár mínútur og verðum síðan alltof passívir. Þór tekur alla stjórn á leiknum og þótt þeir hafi ekki skapað sér neitt fram að fyrra markinu að þá var markið verðskuldað og svo fá þeir annað mínútu síðar. Fyrri hálfleikurinn var hörmung fyrir utan fyrstu þrjár mínúturnar.“ sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 4-3 sigur á Þór í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  4 Þór

Ef tekið er út sárabótamark Grindvíkinga spilast báðir hálfleikarnir eins þar sem Grindavík skorar mark mjög snemma en ná ekki að fylgja því eftir.

„Það er svekkjandi. Við náum ekki nógu góðum takt í sóknarleikinn síðustu tvo leiki. Náum ekki að setja of mikinn varnarfókus án þess að það bitni á sóknarleiknum. Á sama tíma og við ætlum að keyra á liðin fáum við á okkur mörk, það er ýmislegt sem ég þarf að hugsa um. Frammistaðan var ekki nógu góð, það er nokkurt ljóst. En engu að síður þurfum við ekki að fá á okkur svona mikið af mörkum. Við þurfum að verja teiginn okkar betur og fá á okkur færri fyrirgjafir.“

Hvað veldur því að Grindavík er að fá svona mikið af mörkum á sig, ungt lið og reynsluleysi?

„Það er partur af skýringunni að það vantar reynslu í mannskapinn. Það er svekkjandi að leka endalaust af mörkum en ég ætla ekki að skýla mönnum með það. Þetta er bara fótbolti. Sama þótt þú sért 17 eða fimmtugur veistu hvað þú ert að gera.“

Verður þetta það sem koma skal í leikjum Grindvíkinga í sumar? Markaveisla leik eftir leik.

„Ég vona ekki en mér finnst gaman að skora mikið. Þetta gengur ekki svona. Við getum ekki lekið tveimur til fjórum mörkum í leikjum sem við spilum, það er nokkuð ljóst. Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að fá á okkur færri mörk. Sóknarlega erum við skeinuhættir og skorum mikið, við þurfum að finna jafnvægið.“

Vilhelm Ottó fór í frekar harkalega tæklingu í seinni hálfleiknum og fékk gult en Grindvíkingar vildu fá annan lit á spjaldið.

„Það er bara rautt spjald. Ljót tækling og hann reyndi ekki við boltann. Ég var mjög svekktur með það. Þetta gerist engu að síður í fótbolta og við erum ekkert að svekkja okkur með það. Ég er með þunnan hóp. Ljót brot geta verið mjög dýr fyrir mig þar sem ég er ekki með endalausan bekk.“

Viðtalið við Halla Hróðmars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner