Valur mætti ÍBV á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 ÍBV
„Ánægður með sigurinn og ánægður að halda markinu hreinu" sagði Tufa þjálfari Vals sáttur eftir leikinn í dag.
„Mér finnst fyrri hálfleikur vera bara góð frammistaða hjá okkur. Tók smá tíma og þolinmæði að skora fyrsta markið. ÍBV eru vel skipulagðir en vissulega í dag án nokkra lykilmanna"
„Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur annað markið beint í kjölfarið og þá var þetta aldrei spurning eftir það"
„Aðalmarkmiðið í dag hjá okkur var að halda markinu hreinu og eitthvað sem hefur vantað hjá okkur í sumar og vonandi getum við byggt ofan á það"
Eftir að Valur náði tveggja marka forskoti virkaði eins og trú ÍBV um að fá eitthvað úr þessum leik færi.
„Við náum bara algjörlega stjórn á leiknum. Fengum ekki skyndisóknir á okkur sem er gríðarlega mikilvægt þegar þú spilar á móti ÍBV. Það er svona þeirra styrkleiki og í seinni hálfleik þá í raun notum við bara reynsluna okkar til að loka leiknum og sækja þennan sigur og þrjú stig"
Nánar er rætt við Tufa í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 10 | 6 | 2 | 2 | 19 - 11 | +8 | 20 |
2. Breiðablik | 10 | 6 | 1 | 3 | 17 - 16 | +1 | 19 |
3. Valur | 10 | 5 | 3 | 2 | 22 - 13 | +9 | 18 |
4. Vestri | 10 | 5 | 1 | 4 | 12 - 7 | +5 | 16 |
5. Stjarnan | 10 | 4 | 2 | 4 | 17 - 18 | -1 | 14 |
6. ÍBV | 10 | 4 | 2 | 4 | 12 - 15 | -3 | 14 |
7. KR | 10 | 3 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 13 |
8. Fram | 10 | 4 | 0 | 6 | 16 - 17 | -1 | 12 |
9. KA | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 - 17 | -7 | 12 |
10. FH | 10 | 3 | 2 | 5 | 15 - 14 | +1 | 11 |
11. Afturelding | 10 | 3 | 2 | 5 | 8 - 13 | -5 | 11 |
12. ÍA | 10 | 3 | 0 | 7 | 12 - 24 | -12 | 9 |