Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   lau 24. maí 2025 19:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur mætti ÍBV á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 ÍBV

„Ánægður með sigurinn og ánægður að halda markinu hreinu" sagði Tufa þjálfari Vals sáttur eftir leikinn í dag.

„Mér finnst fyrri hálfleikur vera bara góð frammistaða hjá okkur. Tók smá tíma og þolinmæði að skora fyrsta markið. ÍBV eru vel skipulagðir en vissulega í dag án nokkra lykilmanna" 

„Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur annað markið beint í kjölfarið og þá var þetta aldrei spurning eftir það" 

„Aðalmarkmiðið í dag hjá okkur var að halda markinu hreinu og eitthvað sem hefur vantað hjá okkur í sumar og vonandi getum við byggt ofan á það" 

Eftir að Valur náði tveggja marka forskoti virkaði eins og trú ÍBV um að fá eitthvað úr þessum leik færi. 

„Við náum bara algjörlega stjórn á leiknum. Fengum ekki skyndisóknir á okkur sem er gríðarlega mikilvægt þegar þú spilar á móti ÍBV. Það er svona þeirra styrkleiki og í seinni hálfleik þá í raun notum við bara reynsluna okkar til að loka leiknum og sækja þennan sigur og þrjú stig" 

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 6 2 2 19 - 11 +8 20
2.    Breiðablik 10 6 1 3 17 - 16 +1 19
3.    Valur 10 5 3 2 22 - 13 +9 18
4.    Vestri 10 5 1 4 12 - 7 +5 16
5.    Stjarnan 10 4 2 4 17 - 18 -1 14
6.    ÍBV 10 4 2 4 12 - 15 -3 14
7.    KR 10 3 4 3 28 - 23 +5 13
8.    Fram 10 4 0 6 16 - 17 -1 12
9.    KA 10 3 3 4 10 - 17 -7 12
10.    FH 10 3 2 5 15 - 14 +1 11
11.    Afturelding 10 3 2 5 8 - 13 -5 11
12.    ÍA 10 3 0 7 12 - 24 -12 9
Athugasemdir