Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   lau 24. maí 2025 19:35
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur mætti ÍBV á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 ÍBV

„Ánægður með sigurinn og ánægður að halda markinu hreinu" sagði Tufa þjálfari Vals sáttur eftir leikinn í dag.

„Mér finnst fyrri hálfleikur vera bara góð frammistaða hjá okkur. Tók smá tíma og þolinmæði að skora fyrsta markið. ÍBV eru vel skipulagðir en vissulega í dag án nokkra lykilmanna" 

„Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur annað markið beint í kjölfarið og þá var þetta aldrei spurning eftir það" 

„Aðalmarkmiðið í dag hjá okkur var að halda markinu hreinu og eitthvað sem hefur vantað hjá okkur í sumar og vonandi getum við byggt ofan á það" 

Eftir að Valur náði tveggja marka forskoti virkaði eins og trú ÍBV um að fá eitthvað úr þessum leik færi. 

„Við náum bara algjörlega stjórn á leiknum. Fengum ekki skyndisóknir á okkur sem er gríðarlega mikilvægt þegar þú spilar á móti ÍBV. Það er svona þeirra styrkleiki og í seinni hálfleik þá í raun notum við bara reynsluna okkar til að loka leiknum og sækja þennan sigur og þrjú stig" 

Nánar er rætt við Tufa í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
3.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner
banner