Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili en hann hlaut viðurkenninguna í dag á æfingasvæði Liverpool.
Gravenberch varð Englandsmeistari með Liverpool fyrir nokkrum vikum.
Hann var akkerið á miðsvæðinu og allt annar leikmaður en á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu.
Arne Slot notaði Gravenberch sem varnarsinnaðan miðjumann, staða sem hann eignaði sér og fengið mikið lof fyrir frammistöðuna á tímabilinu.
Hollendingurinn var í dag valinn besti ungi leikmaður tímabilsins af ensku úrvalsdeildinni, en þetta eru önnur verðlaunin sem Liverpool hreppir í dag á eftir Mohamed Salah sem var valinn besti leikmaður tímabilsins.
Gravenberch var eini leikmaðurinn sem var tilnefndur bæði sem besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaður tímabilsins. Hann var þá annar Liverpool-maðurinn til að vinna þau en Trent Alexander-Arnold vann þau fyrst árið 2020.
Athugasemdir