Herbert Hainer, forseti Bayern München, hefur fengið þau skilaboð að Florian Wirtz sé að hallast í áttina að Liverpool.
Greint var frá því í síðustu viku að Bayern væri að leiða kapphlaupið um Wirtz.
Liverpool tókst að sannfæra Wirtz og fjölskyldu hans um að Liverpool væri rétta skrefið og er sagt að fundur með Arne Slot, stjóra félagsins, hafi spilað stóra rullu í að hann hafi ákveðið að gera munnlegt samkomulag við enska félagið.
Stórt högg fyrir Bayern og hefur Hainer, forseti félagsins, nú staðfest þær fréttir.
„Max Eberl (yfirmaður íþróttmála hjá Bayern) hefur tjáð mér að Florian Wirtz sé líklega að hallast í áttina að Liverpool. Ég get ekki sagt til um hvernig hlutirnir munu þróast varðandi Bayer Leverkusen,“ sagði Hainer við AbendZeitung.
Liverpool er nú í beinum samskiptum við Bayer Leverkusen varðandi kaup á Wirtz en bæði félög vilja að viðræðurnar muni ganga hratt fyrir sig.
Athugasemdir