Tveir fyrstu leikirnir í fjórðu umferð 2. deildar fóru fram í kvöld.
Þróttur Vogum vann fyrstu þrjá leiki sína og liðið er áfram á flugi eftir sigur á KFG í kvöld. Bóas Heimisson kom KFG yfir en Rúnar Ingi Eysteinsson jafnaði metin og Auðun Gauti Auðunsson tryggði Þrótti sigurinn með marki undir lokin.
Þróttur Vogum vann fyrstu þrjá leiki sína og liðið er áfram á flugi eftir sigur á KFG í kvöld. Bóas Heimisson kom KFG yfir en Rúnar Ingi Eysteinsson jafnaði metin og Auðun Gauti Auðunsson tryggði Þrótti sigurinn með marki undir lokin.
Grótta féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið nældi í sinn fyrsta sigur í 2. deild gegn Kára í síðustu umferð.
Dalvík/Reynir, sem féll einnig úr Lengjudeildinni síðasta sumar, kom í heimsókn í kvöld. Kristófer Dan Þórðarson kom Gróttu yfir og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma innsiglaði Valdimar Daði Sævarsson sigur Gróttu með marki úr vítaspyrnu.
Grótta 2 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Kristófer Dan Þórðarson ('30 )
2-0 Valdimar Daði Sævarsson ('90 , Mark úr víti)
Þróttur V. 2 - 1 KFG
0-1 Bóas Heimisson ('35 )
1-1 Rúnar Ingi Eysteinsson ('53 )
2-1 Auðun Gauti Auðunsson ('85 )
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur V. | 4 | 4 | 0 | 0 | 7 - 2 | +5 | 12 |
2. KFA | 3 | 2 | 1 | 0 | 11 - 3 | +8 | 7 |
3. Haukar | 3 | 2 | 1 | 0 | 7 - 3 | +4 | 7 |
4. Grótta | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 - 4 | +1 | 7 |
5. Víkingur Ó. | 3 | 1 | 2 | 0 | 6 - 3 | +3 | 5 |
6. Dalvík/Reynir | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 - 4 | +1 | 4 |
7. Ægir | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 - 3 | +1 | 4 |
8. Kári | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 - 5 | -1 | 3 |
9. Kormákur/Hvöt | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 - 11 | -7 | 3 |
10. Víðir | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 - 5 | -3 | 1 |
11. Höttur/Huginn | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 - 7 | -5 | 1 |
12. KFG | 4 | 0 | 1 | 3 | 3 - 10 | -7 | 1 |
Athugasemdir