Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 11:28
Brynjar Ingi Erluson
Amanda dregur sig úr landsliðshópnum - Arna Eiríks kemur inn
Icelandair
Arna Eiríksdóttir kemur inn í landsliðshópinn
Arna Eiríksdóttir kemur inn í landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur verið kölluð inn í A-landsliðið fyrir leikina gegn Frakklandi og Noregi í Þjóðadeildinni.

Amanda Andradóttir var valin í hópinn fyrir þetta verkefni en getur ekki verið með vegna meiðsla og því dregið sig úr hópnum.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, hefur því kallað Örnu inn í hópinn.

Arna, sem er á þriðja tímabili sínu með FH, á 2 A-landsleiki að baki.

Hún lék í 2-0 sigri Íslands á Eistlandi í vináttulandsleik árið 2022 og í 1-0 sigrinum á Austurríki fyrir tveimur árum.

Ísland mætir Noregi ytra föstudaginn 30. maí og spilar síðan heimaleik gegn Frökkum þann 3. júní. Ísland er í 3. sæti riðilsins með 3 stig.
Athugasemdir
banner