Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 18:19
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Víkings og ÍA: Ein breyting hjá báðum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur Víkings og ÍA, í 8. umferð Bestu deildar karla, hefst á eftir klukkan 19:15. Byrjunarliðin hafa verið birt en þau má sjá hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga gerir eina breytingu á sínu liði frá leik þeirra gegn Stjörnunni í síðustu umferð sem endaði í 2-2 jafntefli. Tarik Ibrahimagic fær sér sæti á bekknum en Nikolaj Hansen kemur inn fyrir hann.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir einnig eina breytingu á sínu liði en Skagamenn töpuðu 3-1 fyrir FH í síðustu umferð. Gísli Laxdal Unnarsson fær sér sæti á bekknum, en Marko Vardic kemur inn fyrir hann.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Baldvin Þór Berndsen
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
19. Marko Vardic
22. Ómar Björn Stefánsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Athugasemdir
banner
banner