Stjarnan var yfir gegn Vestra í hálfleik en tapaði leiknum 3-1. Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar og sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason, sem var að spila gegn uppeldisfélagi sínu, ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Vestri 3 - 1 Stjarnan
„Mér fannst við byrja frábærlega, mikill kraftur og pressuðum vel. Svo um miðjan fyrri hálfleik þá köstum við bara stjórninni á leiknum frá okkur. Við áttum lítið sem ekkert í seinni hálfleiknum og heilt yfir var þetta bara verðskuldaður sigur Vestra," segir Jökull.
Jökull segist ekki ánægður með byrjun Stjörnunnar á mótinu og segir að liðið geti gert betur. Stjarnan er sem stendur í sjöunda sætinu.
„Það er gaman að koma vestur og spila en það er aldrei gaman að tapa. Það er súrt. Við byrjuðum vel og komumst yfir en svo spilum við þetta upp í hendurnar á þeim í seinni hálfleik og tempóið okkar fer niður en þeirra upp," segir Andri Rúnar.
Athugasemdir