Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 24. maí 2025 22:29
Elvar Geir Magnússon
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri var undir gegn Stjörnunni í hálfleik í kvöld en vann á endanum 3-1 sigur. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og Daði Berg Jónsson, sem skoraði tvö mörk, ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn. Vestramenn notuðu hálfleikinn til að fara vel yfir málin og endurstilla sig.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  1 Stjarnan

„Við byrjuðum leikinn gríðarlega illa og ég verð að taka það á mig. Spennustigið sem við komum með inn í leikinn var ekki gott. Ég reyndi að keyra það upp inn í klefa fyrir leik og fékk það í bakið," segir Davíð.

„Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vildum mæta aggressífari í seinni hálfleik og vera hugrakkari á boltann, komast betur inn í leikinn."

Talað hefur verið um að það sé mikilvægt að skora fyrsta markið í leikjum gegn Vestra. Stjarnan gerði það í kvöld en tapaði samt.

„Þó þú komist yfir gegn Vestraliðinu þá er alltaf trú í okkur. Við erum bara fínt fótboltalið, hvort sem við lendum undir eða hvað það er," segir Davíð.

Morten Ohlsen Hansen var ekki með Vestra í kvöld.

„Hann er á fæðingardeildinni með konunni sinni, á von á sínu fyrsta barni. Við óskum honum alls hins besta. Við fáum hérna fullmótaðan föður til í að taka enn meiri ábyrgð þegar hann kemur til baka."

Í sjónvarpinu hér að ofan er einnig rætt við Daða Berg en í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik spurði Henry Birgir Gunnarsson hann að því hvað Davíð Smári hefði sagt í klefanum í hálfleik. „Það er eiginlega ekki við hæfi barna," sagði Daði og glotti út í annað áður.
Athugasemdir
banner