Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 24. maí 2025 22:29
Elvar Geir Magnússon
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri var undir gegn Stjörnunni í hálfleik í kvöld en vann á endanum 3-1 sigur. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og Daði Berg Jónsson, sem skoraði tvö mörk, ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn. Vestramenn notuðu hálfleikinn til að fara vel yfir málin og endurstilla sig.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  1 Stjarnan

„Við byrjuðum leikinn gríðarlega illa og ég verð að taka það á mig. Spennustigið sem við komum með inn í leikinn var ekki gott. Ég reyndi að keyra það upp inn í klefa fyrir leik og fékk það í bakið," segir Davíð.

„Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vildum mæta aggressífari í seinni hálfleik og vera hugrakkari á boltann, komast betur inn í leikinn."

Talað hefur verið um að það sé mikilvægt að skora fyrsta markið í leikjum gegn Vestra. Stjarnan gerði það í kvöld en tapaði samt.

„Þó þú komist yfir gegn Vestraliðinu þá er alltaf trú í okkur. Við erum bara fínt fótboltalið, hvort sem við lendum undir eða hvað það er," segir Davíð.

Morten Ohlsen Hansen var ekki með Vestra í kvöld.

„Hann er á fæðingardeildinni með konunni sinni, á von á sínu fyrsta barni. Við óskum honum alls hins besta. Við fáum hérna fullmótaðan föður til í að taka enn meiri ábyrgð þegar hann kemur til baka."

Í sjónvarpinu hér að ofan er einnig rætt við Daða Berg en í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik spurði Henry Birgir Gunnarsson hann að því hvað Davíð Smári hefði sagt í klefanum í hálfleik. „Það er eiginlega ekki við hæfi barna," sagði Daði og glotti út í annað áður.
Athugasemdir
banner