Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   lau 24. maí 2025 22:29
Elvar Geir Magnússon
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri var undir gegn Stjörnunni í hálfleik í kvöld en vann á endanum 3-1 sigur. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra og Daði Berg Jónsson, sem skoraði tvö mörk, ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn. Vestramenn notuðu hálfleikinn til að fara vel yfir málin og endurstilla sig.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  1 Stjarnan

„Við byrjuðum leikinn gríðarlega illa og ég verð að taka það á mig. Spennustigið sem við komum með inn í leikinn var ekki gott. Ég reyndi að keyra það upp inn í klefa fyrir leik og fékk það í bakið," segir Davíð.

„Við fórum yfir hlutina í hálfleik og vildum mæta aggressífari í seinni hálfleik og vera hugrakkari á boltann, komast betur inn í leikinn."

Talað hefur verið um að það sé mikilvægt að skora fyrsta markið í leikjum gegn Vestra. Stjarnan gerði það í kvöld en tapaði samt.

„Þó þú komist yfir gegn Vestraliðinu þá er alltaf trú í okkur. Við erum bara fínt fótboltalið, hvort sem við lendum undir eða hvað það er," segir Davíð.

Morten Ohlsen Hansen var ekki með Vestra í kvöld.

„Hann er á fæðingardeildinni með konunni sinni, á von á sínu fyrsta barni. Við óskum honum alls hins besta. Við fáum hérna fullmótaðan föður til í að taka enn meiri ábyrgð þegar hann kemur til baka."

Í sjónvarpinu hér að ofan er einnig rætt við Daða Berg en í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik spurði Henry Birgir Gunnarsson hann að því hvað Davíð Smári hefði sagt í klefanum í hálfleik. „Það er eiginlega ekki við hæfi barna," sagði Daði og glotti út í annað áður.
Athugasemdir