Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 24. maí 2025 19:26
Elvar Geir Magnússon
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Nýliðar Völsungs frá Húsavík unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu Fjölni 2-1 á heimavelli sínum í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  1 Fjölnir

„Þetta er annar leikurinn í röð sem við vinnum á dramatískan hátt. Mér fannst við yfir heildina spila mjög góðan leik. Við fáum aragrúa af tækifærum og hefðum átt að komast í betri stöðu áður en þeir jafna eftir horn," segir Aðalsteinn.

Elfar Árni fiskaði víti, skoraði úr vítinu og skoraði svo líka sigurmarkið í leiknum.

„Elfar er frábær leikmaður og hefur sýnt það í mörg ár. Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið. Hann er að búa til færi, tekur mikið til sín og gerir mikið aukalega. Að hann sé að skora þessi mörk líka er gríðarlegur bónus. Við erum ógeðslega ánægðir með Elfar Árna."

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum hefur Völsungur nú unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er gegn Þrótti.

„Í næsta leik förum við suður og heimsækjum Jakob Gunnar sem spilaði með okkur í fyrra. Þróttarar unnu Fylki í gær og eru á góðu skriði. Það verður erfitt verkefni."
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir