Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 24. maí 2025 19:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV heimsótti Val á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. 

Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 ÍBV

„Vonbrigði með frammistöðu okkar. Þetta var okkar slakasti leikur í sumar" sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV svekktur eftir tapið í dag.

„Þessi leikur tapaðist í fyrri hálfleik. Mjög slakur varnarleikur í þessum þremur mörkum sem að við fáum á okkur. Valsmenn fá kannski ekki mikið af færum en við vorum bara flatir og slakir í dag" 

ÍBV fékk tvö mörk á sig með mínútu millibili sem virtist drepa trú þeirra á að fá eitthvað úr þessum leik.

„Það getur verið. Þetta voru svo ódýr mörk. Ég á eftir að sjá markið úr hornspyrnunni, mínir menn voru að tala um að það hafi verið brot en ég sé það sjálfur ekki. Mig langar að sjá það en mér fannst við bara ekki eiga skilið neitt úr þessum leik" 

Eyjamenn hafa misst sterka pósta í meiðsli og verða nú að sanna að þeir geti spjarað sig án þeirra.

„Það gleymist að við vorum án Vicente [Valor] og Alex Frey í bikarleiknum á móti KR sem að við unnum. Leikmenn geta ekki skýlt sér á bakvið það. Við vorum ellefu á móti ellefu og þetta er auðvitað bara sögulínan sem er núna, allir að tala um það að við getum ekki spjarað okkur án Omars og Olivers. Við sem þjálfarar og leikmenn verðum bara að sanna það, auðvitað er hugur minn hjá þessum leikmönnum en við verðum að fara snúa þessu við sem fyrst sjálfir" 

Nánar er rætt við Þorlák Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner
banner