Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 24. maí 2025 19:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV heimsótti Val á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. 

Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 ÍBV

„Vonbrigði með frammistöðu okkar. Þetta var okkar slakasti leikur í sumar" sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV svekktur eftir tapið í dag.

„Þessi leikur tapaðist í fyrri hálfleik. Mjög slakur varnarleikur í þessum þremur mörkum sem að við fáum á okkur. Valsmenn fá kannski ekki mikið af færum en við vorum bara flatir og slakir í dag" 

ÍBV fékk tvö mörk á sig með mínútu millibili sem virtist drepa trú þeirra á að fá eitthvað úr þessum leik.

„Það getur verið. Þetta voru svo ódýr mörk. Ég á eftir að sjá markið úr hornspyrnunni, mínir menn voru að tala um að það hafi verið brot en ég sé það sjálfur ekki. Mig langar að sjá það en mér fannst við bara ekki eiga skilið neitt úr þessum leik" 

Eyjamenn hafa misst sterka pósta í meiðsli og verða nú að sanna að þeir geti spjarað sig án þeirra.

„Það gleymist að við vorum án Vicente [Valor] og Alex Frey í bikarleiknum á móti KR sem að við unnum. Leikmenn geta ekki skýlt sér á bakvið það. Við vorum ellefu á móti ellefu og þetta er auðvitað bara sögulínan sem er núna, allir að tala um það að við getum ekki spjarað okkur án Omars og Olivers. Við sem þjálfarar og leikmenn verðum bara að sanna það, auðvitað er hugur minn hjá þessum leikmönnum en við verðum að fara snúa þessu við sem fyrst sjálfir" 

Nánar er rætt við Þorlák Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner