ÍBV heimsótti Val á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni.
Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 ÍBV
„Vonbrigði með frammistöðu okkar. Þetta var okkar slakasti leikur í sumar" sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV svekktur eftir tapið í dag.
„Þessi leikur tapaðist í fyrri hálfleik. Mjög slakur varnarleikur í þessum þremur mörkum sem að við fáum á okkur. Valsmenn fá kannski ekki mikið af færum en við vorum bara flatir og slakir í dag"
ÍBV fékk tvö mörk á sig með mínútu millibili sem virtist drepa trú þeirra á að fá eitthvað úr þessum leik.
„Það getur verið. Þetta voru svo ódýr mörk. Ég á eftir að sjá markið úr hornspyrnunni, mínir menn voru að tala um að það hafi verið brot en ég sé það sjálfur ekki. Mig langar að sjá það en mér fannst við bara ekki eiga skilið neitt úr þessum leik"
Eyjamenn hafa misst sterka pósta í meiðsli og verða nú að sanna að þeir geti spjarað sig án þeirra.
„Það gleymist að við vorum án Vicente [Valor] og Alex Frey í bikarleiknum á móti KR sem að við unnum. Leikmenn geta ekki skýlt sér á bakvið það. Við vorum ellefu á móti ellefu og þetta er auðvitað bara sögulínan sem er núna, allir að tala um það að við getum ekki spjarað okkur án Omars og Olivers. Við sem þjálfarar og leikmenn verðum bara að sanna það, auðvitað er hugur minn hjá þessum leikmönnum en við verðum að fara snúa þessu við sem fyrst sjálfir"
Nánar er rætt við Þorlák Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 8 | 5 | 2 | 1 | 17 - 8 | +9 | 17 |
2. Vestri | 8 | 5 | 1 | 2 | 11 - 4 | +7 | 16 |
3. Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 - 9 | +4 | 16 |
4. Valur | 8 | 3 | 3 | 2 | 18 - 12 | +6 | 12 |
5. Fram | 8 | 4 | 0 | 4 | 14 - 13 | +1 | 12 |
6. KR | 8 | 2 | 4 | 2 | 24 - 18 | +6 | 10 |
7. Stjarnan | 8 | 3 | 1 | 4 | 12 - 15 | -3 | 10 |
8. Afturelding | 8 | 3 | 1 | 4 | 8 - 11 | -3 | 10 |
9. ÍBV | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 - 14 | -7 | 8 |
10. KA | 8 | 2 | 2 | 4 | 7 - 15 | -8 | 8 |
11. FH | 7 | 2 | 1 | 4 | 12 - 12 | 0 | 7 |
12. ÍA | 8 | 2 | 0 | 6 | 8 - 20 | -12 | 6 |