Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   lau 24. maí 2025 19:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV heimsótti Val á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. 

Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 ÍBV

„Vonbrigði með frammistöðu okkar. Þetta var okkar slakasti leikur í sumar" sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV svekktur eftir tapið í dag.

„Þessi leikur tapaðist í fyrri hálfleik. Mjög slakur varnarleikur í þessum þremur mörkum sem að við fáum á okkur. Valsmenn fá kannski ekki mikið af færum en við vorum bara flatir og slakir í dag" 

ÍBV fékk tvö mörk á sig með mínútu millibili sem virtist drepa trú þeirra á að fá eitthvað úr þessum leik.

„Það getur verið. Þetta voru svo ódýr mörk. Ég á eftir að sjá markið úr hornspyrnunni, mínir menn voru að tala um að það hafi verið brot en ég sé það sjálfur ekki. Mig langar að sjá það en mér fannst við bara ekki eiga skilið neitt úr þessum leik" 

Eyjamenn hafa misst sterka pósta í meiðsli og verða nú að sanna að þeir geti spjarað sig án þeirra.

„Það gleymist að við vorum án Vicente [Valor] og Alex Frey í bikarleiknum á móti KR sem að við unnum. Leikmenn geta ekki skýlt sér á bakvið það. Við vorum ellefu á móti ellefu og þetta er auðvitað bara sögulínan sem er núna, allir að tala um það að við getum ekki spjarað okkur án Omars og Olivers. Við sem þjálfarar og leikmenn verðum bara að sanna það, auðvitað er hugur minn hjá þessum leikmönnum en við verðum að fara snúa þessu við sem fyrst sjálfir" 

Nánar er rætt við Þorlák Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 6 2 2 19 - 11 +8 20
2.    Breiðablik 10 6 1 3 17 - 16 +1 19
3.    Valur 10 5 3 2 22 - 13 +9 18
4.    Vestri 10 5 1 4 12 - 7 +5 16
5.    Stjarnan 10 4 2 4 17 - 18 -1 14
6.    ÍBV 10 4 2 4 12 - 15 -3 14
7.    KR 10 3 4 3 28 - 23 +5 13
8.    Fram 10 4 0 6 16 - 17 -1 12
9.    KA 10 3 3 4 10 - 17 -7 12
10.    FH 10 3 2 5 15 - 14 +1 11
11.    Afturelding 10 3 2 5 8 - 13 -5 11
12.    ÍA 10 3 0 7 12 - 24 -12 9
Athugasemdir
banner