Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Dan Burn framlengir við Newcastle
Dan Burn verður áfram í vörn Newcastle
Dan Burn verður áfram í vörn Newcastle
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Dan Burn hefur framlengt samning sinn við Newcastle United til 2027.

Þessi 33 ára gamli miðvörður hefur sennilega átt sitt besta ár í treyju Newcastle.

Hann vann deildarbikarinn í febrúar og spilaði sinn fyrsta A-landsleik með Englandi mánuði síðar.

Newcastle lét Burn fara þegar hann var ungur að árum en hann sneri aftur árið 2022 og verið akkerið í vörninni síðan.

Englendingurinn hefur nú framlengt samning sinn við félagið til 2027 og er hann augljóslega í skýjunum með það.

„Ég er hæst ánægður með að hafa framlengt samning minn við félagið. Ég vissi að ég væri að fara inn í síðasta árið og vildi ganga frá þessum málum sem fyrst. Ég hef áður sagt að ég myndi elska það að klára ferilinn hér, þannig ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir að fá það tækifæri.“

„Mér finnst ég verða betri með hverjum deginum og tel ég mig ekki hafa náð toppnum. Það verður erfitt að toppa þetta tímabil en vonandi gert það á næstu tveimur árum. Það hefur verið draumi líkast að spila fyrir þetta félag og er ég í skýjunum með að geta haldið áfram að gera það,“
sagði Burn.
Athugasemdir
banner
banner