Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Katla áfram í stuði er Kristianstad vann toppliðið - Stórsigur hjá Sædísi
Kvenaboltinn
Katla heldur áfram að raða inn mörkum
Katla heldur áfram að raða inn mörkum
Mynd: Kristianstad
Katla Tryggvadóttir skoraði þriðja leikinn í röð er Kristianstad vann 2-0 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sigurinn var nokkuð óvæntur en fyrir leikinn var Hammarby á toppnum með 19 stig og hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í átta leikjum.

Kristianstad var sex stigum á eftir. Íslendingaliðið stóð sig frábærlega í leiknum.

Alexandra Jóhannsdóttir og Katla byrjuðu báðar en Guðný Árnadóttir kom inn af bekknum í síðari.

Katla skoraði annað mark Kristianstad um það bil fimm mínútum fyrir leikslok, en þetta var þriðji leikurinn í röð sem hún skorar fyrir sænska liðið.

Kristianstad er nú í 5. sæti með 16 stig, þremur stigum frá toppnum.

Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir spiluðu báðar í 1-0 tapi Rosengård gegn Häcken. Guðrún spilaði allan leikinn en Ísabella kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Sænsku meistararnir hafa byrjað illa á tímabilinu, svona miðað við síðasta tímabil þar sem það tapaði aðeins einum leik, en það er nú í 6. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppliði Hammarby.

Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn í 6-1 sigri Vålerenga á Kolbotn.

Vålerenga fór með 2-1 forystu inn í hálfleikinn og var Sædísi síðan skipt af velli, en í þeim síðari valtaði það yfir Kolbotn með fjórum mörkum.

Vålerenga er í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig.

Málfríður Anna Eiríksdóttir kom inn af bekknum hjá B93 sem gerði 1-1 jafntefli við Österbro í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar.

B93 er í 4. sæti með 6 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner