Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   lau 24. maí 2025 19:43
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Hrannar er naut að burðum!
Ekki í fyrsta sinn sem að Hallgrímur Mar er hetja KA manna. Líklega ekki það síðasta heldur.
Ekki í fyrsta sinn sem að Hallgrímur Mar er hetja KA manna. Líklega ekki það síðasta heldur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mikilvægast í þessu er að við höldum hreinu og erum að berjast fyrir hvorn annan, þetta er á réttri leið. Afturelding eru með mjög vel spilandi lið og erfitt að verjast gegn þeim, sérstaklega á svona blautu grasi, en við gerðum þetta mjög vel og hefðum svosem getað skorað fleiri en eitt mark en eitt dugði fyrst við höldum hreinu,'' sagði hetja KA manna, Hallgrímur Mar Steingrímsson eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Eftir slæmt bikartap gegn Fram var farið í grunngildin og sagði Hallgrímur að hljóðið í mönnum hefði verið þungt í kjölfar tapsins.

„Það var högg. Það var mjög þungt inni í klefa eftir Fram leikinn, þannig að menn greinilega hafa bara litið í eigin barm og ákveðið að stíga upp. Allir búnir að vera að stíga upp síðan þá og erum að berjast fyrir hvern annan og við sóknarmennirnir erum að hlaupa aðeins meira, þannig að það skilar auðvitað og við höldum hreinu.''

Undirritaður sagði síðan að þrátt fyrir að það hefði kannski ekki allt gengið upp sem að Hallgrímur hefði reynt inná vellinum í dag, að þá hefði hann verið klár þegar að augnablikið sýndi sig. Hallgrímur var klár með kvittanir!

„Ég átti að leggja upp þrjú mörk, þannig að ég var með ágætis sendingar sko! En heppnin var með mér, ég skoraði ágætis mark. Ég var bara ákveðinn í að hætta ekki að reyna. Einhverntímann fer þetta að koma,'' sagði Hallgrímur.

Hrannar bróðir Hallgríms gerði virkilega vel í að halda boltanum í leik þegar Hallgrímur skoraði draumamarkið og hann fékk hrósið sem að hann átti skilið frá brósa.

„Hann er náttúrulega naut að burðum - hálfgerður naggur! En já, bara frábær leikmaður og gaman að spila með honum.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner