Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
KA kaupir Þórhall Ása (Staðfest)
Mynd: KA
KA hefur tilkynnt nýjan leikmann en Þórhallur Ási Aðalsteinsson er genginn í raðir félagsins frá Hetti/Hugin.

Þórhallur Ási er 17 ára gamall sóknarmaður sem spilaði fyrstu meistaraflokksleiki sína á síðasta ári.

Hann skoraði eina mark Hattar/Hugins í 1-1 jafnteflinu gegn Gróttu í byrjun mánaðarins sem var hans fyrsta deildarmark en alls hefur hann spilað ellefu leiki í deild- og bikar.

KA hefur nú tilkynnt kaup á Þórhalli sem gengur formlega í raðir félagsins eftir tímabilið. Hann gerði samning út 2028.

KA og Höttur/Huginn hafa átt í mjög góðu samstarfi undanfarin ár og er einn lykilhluti samstarfsins að ungir og efnilegir drengir frá Hetti/Huginn hafa komið til Akureyrar til æfinga og spilað leiki með KA. Þórhallur hefur verið í þeim hópi og staðið sig mjög vel líkt og aðrir sem hafa komið.
Athugasemdir
banner