Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
McTominay mikilvægasti leikmaður ítölsku deildarinnar
Mynd: EPA
Scott McTominay, miðjumaður Napoli, átti frábært tímabil með liðinu á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu en liðið varð meistari í gær.

Þessi 28 ára gamli Skoti er uppalinn hjá Man Utd en var seldur til ítalska félagsins síðasta sumar.

Hann lék 36 leiki á tímabilinu og skoraði 13 mörk og lagði upp fjögur. Hann kom liðinu yfir í gær gegn Cagliari en Romelu Lukaku innsiglaði sigurinn og titilinn.

„Ég er orðlaus. Þetta er stórkostleegt, fórnin sem hver einasti leikmaður í hópnum hefur fært fyrir málstaðinn. Fólkið átti þetta skilið því þau hafa staðið við bakið á okkur frá fyrsta degi og fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta er draumur," sagði McTominay sem var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. (e. MVP)
Athugasemdir
banner
banner