Scott McTominay, miðjumaður Napoli, átti frábært tímabil með liðinu á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu en liðið varð meistari í gær.
Þessi 28 ára gamli Skoti er uppalinn hjá Man Utd en var seldur til ítalska félagsins síðasta sumar.
Þessi 28 ára gamli Skoti er uppalinn hjá Man Utd en var seldur til ítalska félagsins síðasta sumar.
Hann lék 36 leiki á tímabilinu og skoraði 13 mörk og lagði upp fjögur. Hann kom liðinu yfir í gær gegn Cagliari en Romelu Lukaku innsiglaði sigurinn og titilinn.
„Ég er orðlaus. Þetta er stórkostleegt, fórnin sem hver einasti leikmaður í hópnum hefur fært fyrir málstaðinn. Fólkið átti þetta skilið því þau hafa staðið við bakið á okkur frá fyrsta degi og fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta er draumur," sagði McTominay sem var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. (e. MVP)
Athugasemdir