Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepe Reina rekinn af velli í sínum síðasta leik á ferlinum
Mynd: EPA
Pepe Reina, fyrrum markvörður Liverpool og spænska landsliðsins, hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum en hann mun leggja hanskana á hilluna í sumar.

Þessi 42 ára gamli Spánverji samdi við Como síðasta sumar en hann hefur leikið á Spáni, í Þýskalandi og Ítalíu ásamt Liverpool og Aston Villa á Englandi.

Hann kom við sögu í 12 leikjum í ítölsku deildinni á þessari leiktíð en síðasti leikurinn var í gær.

Hann fór ekki vel fyrir Reina því hann var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks í 2-0 tapi gegn Inter fyrir að narta í hælana á Mehdi Taremi þegar hann var að komast framhjá markverðinum.

Reina lék 954 leiki fyrir félagslið á ferlinum. Þá lék hann 36 landsleiki en hann var m.a. heimsmeistari með Spáni árið 2010 og Evrópumeistair 2008 og 2012.

Sjáðu brottreksturinn hér

Athugasemdir
banner
banner
banner