Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
banner
   fös 23. maí 2025 23:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsótti HK í Kórnum þegar fjórða umferð Lengjudeildarinnar hófst í kvöld. 

Njarðvíkignar voru virkilega flottir í kvöld og höfðu að lokum frábæran útisigur.


Lestu um leikinn: HK 1 -  3 Njarðvík

„Hrikalega ánægður og stoltur með strákana" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

„Mér fannst þeir gefa allt í þetta á móti mjög góðu liði HK og vera hérna inni á þeirra velli inni í hlýjunni. Það er helvíti gott að koma hingað og ná í þrjú stig" 

Kórinn er erfiður útivöllur að sækja og því gríðarlega sterkt fyrir Njarðvíkinga að sækja þrjú stig.

„Það er nátturlega gríðarlega sterkt. Þeir eru með helvíti gott lið og nýkomnir úr Bestu deildinni og með leikmenn sem að eru frábærir"

„Þetta er nátturlega líka leikur með 'small margins' en við endum ofan á henni í dag og mér fannst liðsheildin hjá okkur, við vorum að gera þetta allir sem einn inni á vellinum og það var enginn sem að var að bakka eitthvað úr þessu það voru bara allir klárir í þessa orustu."

„Við erum svo bara með þessi gæði í liðinu að við getum refsað liðum þegar þau eru komin aðeins ofar á völlinn og extra sætt að sjá Amin skora þetta síðasta mark hérna, stórglæsilegt mark sem örugglega ekki margir myndu geta gert í þessari deild" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 8 5 3 0 12 - 4 +8 18
2.    Njarðvík 8 4 4 0 20 - 8 +12 16
3.    HK 8 4 2 2 15 - 8 +7 14
4.    Þróttur R. 8 4 2 2 15 - 11 +4 14
5.    Keflavík 7 3 2 2 15 - 9 +6 11
6.    Grindavík 7 3 2 2 20 - 15 +5 11
7.    Þór 8 3 2 3 18 - 17 +1 11
8.    Völsungur 8 3 1 4 11 - 17 -6 10
9.    Fylkir 8 1 4 3 9 - 12 -3 7
10.    Leiknir R. 8 2 1 5 9 - 21 -12 7
11.    Selfoss 8 2 0 6 6 - 17 -11 6
12.    Fjölnir 8 0 3 5 7 - 18 -11 3
Athugasemdir
banner
banner
banner