Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 24. maí 2025 16:10
Daníel Smári Magnússon
Byrjunarlið KA og Aftureldingar: Jóan og Viðar Örn á bekknum
Hrannar Snær skrifaði nýverið undir nýjan samning og er að sjálfsögðu í byrjunarliði Aftureldingar.
Hrannar Snær skrifaði nýverið undir nýjan samning og er að sjálfsögðu í byrjunarliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA og Afturelding mætast á Greifavellinum í Bestu-deild karla. Leikurinn er liður í 8. umferð deildarinnar. KA menn sitja á botni deildarinnar með 5 stig eftir 7 leiki, en gestirnir úr Mosfellsbæ hafa nælt sér í 10 stig eftir jafn marga leiki og eru í 7. sæti. KA menn þurfa nauðsynlega á stigum að halda til að spyrna sér frá botninum, en það verður allt annað en auðvelt gegn spræku Aftureldingarliði sem að verða í gír eftir flottan 4-3 sigur á KR-ingum.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Afturelding

Hallgrímur Jónasson gerir fáeinar breytingar á liði KA frá því í síðasta leik. Á bekkinn setjast Jóan Símun Edmundsson, Viðar Örn Kjartansson og Hrannar Björn Steingrímsson. Inn koma Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Hans Viktor Guðmundsson og Jakob Snær Árnason.

Þórður Gunnar Hafþórsson kemur inn í lið Aftureldingar í stað Arons Jóhannssonar, en Aron er ekki í leikmannahópi gestanna í dag.


Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
8. Marcel Ibsen Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason
20. Benjamin Stokke
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 7 5 1 1 13 - 9 +4 16
2.    Víkingur R. 7 4 2 1 15 - 7 +8 14
3.    Vestri 7 4 1 2 8 - 3 +5 13
4.    Valur 8 3 3 2 18 - 12 +6 12
5.    Fram 8 4 0 4 14 - 13 +1 12
6.    KR 8 2 4 2 24 - 18 +6 10
7.    Stjarnan 7 3 1 3 11 - 12 -1 10
8.    Afturelding 7 3 1 3 8 - 10 -2 10
9.    ÍBV 8 2 2 4 7 - 14 -7 8
10.    FH 7 2 1 4 12 - 12 0 7
11.    ÍA 7 2 0 5 7 - 18 -11 6
12.    KA 7 1 2 4 6 - 15 -9 5
Athugasemdir