Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   lau 24. maí 2025 16:49
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Stjörnunni í Boganum í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  0 Stjarnan

„Það er bara hamingja með það að hafa unnið mjög sterkt lið Stjörnunnar. Þetta var baráttuleikur, mikið fram og aftur. Mér fannst við ná ágætis stjórn annað slagið," segir Jóhann.

„Það var þreyta komin í okkur í restina en ég er mjög ánægður með að hafa náð að landa þessu og ánægður með að halda hreinu. Það hefur gengið illa að verja markið okkar en við gerðum það nokkuð vel í dag. Það eru jákvæð skref í þessu en við getum gert betur."

Henríetta Ágústsdóttir meiddist í leik gegn Fram á dögunum.

„Hún varð fyrir ljótri tæklingu í síðasta leik en er sterkur karakter. Við erum að stefna að því að hún komi til baka í næsta leik, sem er eftir tvær vikur. Hún er svakalega bólgin ennþá og svo það er ekki alveg komin niðurstaða."

Það er að koma landsleikjahlé í deildinni en þegar Þór/KA fer aftur í gang í júní bíða heldur betur erfiðir leikir.

„Nú tökum við pásunni fagnandi. Þurfum að hlaða batteríin. Leikmenn eru þreyttir. Við eigum svokallaða 'Hell Week' framundan, Þróttur úti, FH í bikar heima og Blikar heima. Þetta eru liðin sem eru að hnykla vöðvana hvað mest í byrjun móts."
Athugasemdir
banner