Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   lau 24. maí 2025 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir tap gegn Víking 2-1, en var ánægður með frammistöðu sinna manna.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

„Ég var mjög ánægður með liðið. Auðvitað áttum við að gera betur í mörkunum sem þeir skora og við gefum þeim full auðveldlega góða stöðu snemma í leiknum. Við sýnum á móti frábæran karakter og spilum flottan leik hérna í dag. Ef við náum að sýna þetta, það sem eftir er sumars þá koma úrslitin og stigin í kjölfarið, það er alveg klárt mál. Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu, menn voru að leggja mjög hart að sér, og voru að vinna mjög vel saman. Það eru auðvitað fullt af vandamálum sem við höfum verið að vinna í, og mér fannst þeir gera það virkilega vel hérna í dag," sagði Jón.

Jón fékk gult í fyrri hálfleik, og síðan rauða spjaldið seint í seinni hálfleik. Það kom bæði vegna þess að hann var ekkert sérstaklega ánægður með dómgæsluna.

„Mér fannst þeir fá full mikið, og mér fannst þeir fá dómgæslu sem við fengum ekki. Svona heilt yfir ágætlega dæmdur leikur, en mér fannst að smáatriðin féllum þeim megin. Svo var ég bara fúll yfir því í restina þegar Oliver brýtur af sér, og mér sýndist við vera að fá hornspyrnu. Davíð Atla kominn í erfiðleika, snýr baki í markið okkar og er undir pressu. Þeir fá ódýra aukaspyrnu þar, sem að við gefum þeim. Ég læt einhverja vatnsbrúsa finna fyrir því, og þeir fara ekki einu sinni inn á völlinn, og ekki einu sinnu út úr boðvangnum. Menn eru full litlir í sér þarna, seinna spjaldið. Þeir fara eftir reglunum þessir menn og sennilega átti ég það örugglega skilið og allt það. En já ég var drullu pirraður."

Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA fékk einnig gult spjald í leiknum fyrir það að fá sér sæti á grasið þegar Vilhjálmur Alvar dómari sagði honum að setjast á bekkinn. 

„Þú þyrftir eiginlega að taka viðtal við Villa við tækifæri," sagði  Jón en það var reynt fyrir nokkrum árum að taka viðtöl við dómara eftir leiki, sem entist ekki lengi.

„Þeir vilja það ekki, og vilja ekki tala við okkur heldur. Þannig við fáum ekki svör við því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner