Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
Dóri Árna: Geðveikt íslenskt hugarfar að halda það
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
   lau 24. maí 2025 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir tap gegn Víking 2-1, en var ánægður með frammistöðu sinna manna.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 ÍA

„Ég var mjög ánægður með liðið. Auðvitað áttum við að gera betur í mörkunum sem þeir skora og við gefum þeim full auðveldlega góða stöðu snemma í leiknum. Við sýnum á móti frábæran karakter og spilum flottan leik hérna í dag. Ef við náum að sýna þetta, það sem eftir er sumars þá koma úrslitin og stigin í kjölfarið, það er alveg klárt mál. Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu, menn voru að leggja mjög hart að sér, og voru að vinna mjög vel saman. Það eru auðvitað fullt af vandamálum sem við höfum verið að vinna í, og mér fannst þeir gera það virkilega vel hérna í dag," sagði Jón.

Jón fékk gult í fyrri hálfleik, og síðan rauða spjaldið seint í seinni hálfleik. Það kom bæði vegna þess að hann var ekkert sérstaklega ánægður með dómgæsluna.

„Mér fannst þeir fá full mikið, og mér fannst þeir fá dómgæslu sem við fengum ekki. Svona heilt yfir ágætlega dæmdur leikur, en mér fannst að smáatriðin féllum þeim megin. Svo var ég bara fúll yfir því í restina þegar Oliver brýtur af sér, og mér sýndist við vera að fá hornspyrnu. Davíð Atla kominn í erfiðleika, snýr baki í markið okkar og er undir pressu. Þeir fá ódýra aukaspyrnu þar, sem að við gefum þeim. Ég læt einhverja vatnsbrúsa finna fyrir því, og þeir fara ekki einu sinni inn á völlinn, og ekki einu sinnu út úr boðvangnum. Menn eru full litlir í sér þarna, seinna spjaldið. Þeir fara eftir reglunum þessir menn og sennilega átti ég það örugglega skilið og allt það. En já ég var drullu pirraður."

Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA fékk einnig gult spjald í leiknum fyrir það að fá sér sæti á grasið þegar Vilhjálmur Alvar dómari sagði honum að setjast á bekkinn. 

„Þú þyrftir eiginlega að taka viðtal við Villa við tækifæri," sagði  Jón en það var reynt fyrir nokkrum árum að taka viðtöl við dómara eftir leiki, sem entist ekki lengi.

„Þeir vilja það ekki, og vilja ekki tala við okkur heldur. Þannig við fáum ekki svör við því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir