Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
   lau 24. maí 2025 14:55
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Þór/KA stigi frá toppnum eftir sigur á Stjörnunni
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik
Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 1 - 0 Stjarnan
1-0 Sandra María Jessen ('21 )
Lestu um leikinn

Þór/KA lagði Stjörnuna að velli, 1-0, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum í dag.

Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu eftir sendingu frá Margréti Árnadóttur.

Stjörnukonur voru nálægt því að jafna nokkrum mínútum síðar er Hrefna Jónsdóttir slapp í gegn en Jessica Grace Berlin varði frábærlega.

Bæði lið fengu færi til þess að skora í þeim síðari. Andrea Mist Pálsdóttir átti nokkrar tilraunir sem fóru ekki á rammann og þá var Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving að gera vel í markinu hinum megin á vellinum.

Þór/KA hélt út og sótti fimmta sigur sinn á tímabilinu en liðið er nú með 15 stig í 4. sæti og aðeins einu stigi frá toppnum en Stjarnan í 5. sæti með 9 stig.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 8 7 1 0 20 - 5 +15 22
2.    Breiðablik 8 6 1 1 35 - 7 +28 19
3.    FH 8 6 1 1 17 - 8 +9 19
4.    Þór/KA 8 5 0 3 15 - 13 +2 15
5.    Fram 8 4 0 4 11 - 17 -6 12
6.    Valur 8 2 3 3 9 - 11 -2 9
7.    Stjarnan 8 3 0 5 9 - 19 -10 9
8.    Tindastóll 8 2 1 5 10 - 14 -4 7
9.    Víkingur R. 8 1 1 6 11 - 22 -11 4
10.    FHL 8 0 0 8 3 - 24 -21 0
Athugasemdir
banner
banner