Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. júní 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Endar í svona 23 mörkum
Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Sæþór Olgeirsson.
Sæþór Olgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sæþór Olgeirsson hefur farið frábærlega af stað í 2. deild karla í sumar, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk í sjö leikjum.

Núna var loksins komið að honum að vera leikmaður umferðarinnar. Þessi sóknarmaður Völsungs er leikmaður sjöundu umferðarinnar í 2. deild að mati Ástríðunnar.

„Við höfum haft það að reglu - svona heilt yfir - að þegar leikmaður skorar góða þrennu að þá er hann leikmaður umferðarinnar," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Það er bara þannig. Við lentum einu sinni í því að tveir skoruðu þrennu," sagði Gylfi Tryggvason.

„Þá þurftum við að fara í það hvernig þrennan var skoruð, hversu mikilvæg stigin voru. Sæþór er búinn að finna 'mojo-ið' sitt. Hann endar í svona 23 mörkum í sumar," sagði Sverrir.

„Það er svona 60 prósent. Hann á góðan möguleika á því," sagði Gylfi.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
6. umferð: Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
Ástríðan - Af hverju eru engin gæði í 3. deildinni!?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner