Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Skoraði tvö mörk og þakkaði fyrir sig
Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.)
Leikmaður umferðarinnar kemur úr Leikni.
Leikmaður umferðarinnar kemur úr Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Marteinn Már Sverrisson, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfjarðar, er leikmaður sjöttu umferðar 2. deildar karla.

Marteinn Már var maður leiksins þegar Fáskrúðsfirðingar unnu öflugan útisigur á Völsungi á Húsavík.

„Það er einfalt. Hann skorar tvö mörk í endurkomusigri og í mjög öflugum sigri Fáskara á Húsavík," sagði Sverrir Mar Smárason í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni.

„Hann heldur sigurgöngunni áfram. Þetta er fáránlega mikilvægur sigur fyrir Leikni og hann er vel að þessu kominn... það reyndar skrítið að velja leikmann sem væri ekki vel að þessu kominn," sagði Gylfi Tryggvason.

„Marteinn Már spilaði 85 mínútur, skoraði tvö mörk og þakkaði fyrir sig," sagði Sverrir.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð: Axel Kári Vignisson (ÍR)
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
3. umferð: Ruben Lozano (Þróttur V.)
4. umferð: Dagur Ingi Hammer (Þróttur V.)
5. umferð: Hörður Sveinsson (Reynir Sandgerði)
Ástríðan - Ekki lenda manni fleiri í Ástríðudeildunum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner