Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. maí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Kemur úr Vogunum og bauð upp á sýningu
Ruben Lozano.
Ruben Lozano.
Mynd: Fjarðabyggð
Hinn spænski Ruben Lozano var besti leikmaðurinn í þriðju umferð 2. deildar að mati Ástríðunnar.

Lozano átti stórleik þegar Þróttarar unnu 5-1 sigur á ÍR. „Frábær leikur hjá Ruben, sífellt að ógna vörn ÍR-inga og skoraði tvö mörk - þar af eitt glæsimark," var sagt um hann í skýrslu frá leiknum.

„Hann kemur úr Vogunum og bauð upp á sýningu," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Þetta var Ruben Lozano sýningin. Hann var geggjaður í leiknum," sagði Gylfi Tryggvason.

„Seinna markið sem hann skorar er stórkostlegt. Hann leggur upp sjálfsmarkið, skorar fyrsta markið úr víti og kemur að þremur mörkum í 5-1 stórsigri. Hann er verðugur sigurvegari í þessari umferð í boði ICE."

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.


Ástríðan - Uppbótartíminn reyndist mönnum erfiður
Athugasemdir
banner
banner